Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 271
IÐUNN
Bækur.
26S
þurt og strembið og því ólæsilegt venjulegum dauðlegum
mönnum. Slíkt er hinn mesti misskilningur. Að vísu má þarna
sums staðar fletta blaði eftir blað með eintómum töflum og
töludálkum, sem lítt freista venjulegra lesenda, þótt margt
megi af töflum þessum læra. En svo eru aftur langir kaflar,
sem eru alls ekki f jarri því að vera skemtilestur — að minsta
kosti þeim, er eitthvað fýsir að vita um hag þjóðarinnar og
atvinnulíf. Og hvaða háttvirtur kjósandi þarf ekki á slíkum
fróðleik að halda á þessum lýðræðis- og skipulagstímum?
í stuttum eftirmála segir nefndin um viðfangsefni sín og
fyrirætlanir á þessa leið:
,,Með yfirliti þessu yfir höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar læt-
ur skipulagsnefnd lokið 1. hefti af „Áliti og tillögum“ nefnd-
arinnar. Upphaflega var það ætlunin að láta fylgjast að at-
huganir nefndarinnar um þjóðarhaginn og atvinnuvegina og
tillögur þær, sem nefndin hefir fram að leggja eftir að þeirri
athugun er lokið. En verkefni nefndarinnar hafa öll orðið
meiri og erfiðari en búist var við fyrirfram, og hafa störf
hennar því tekið lengri tíma en hún hafði búist við. Hins-
vegar telur nefndin, að ekki megi dragast lengur, að þetta
yfirlit sé birt. En tillögur sínar mun nefndin leggja fyrir rík-
isstjórnina mjög bráðlega. Eru tillögur nefndarinnar um ut-
anríkisverzlunina, seðlabanka, lánsstofnun fyrir iðnaðinn,
stórútgerð, eftirlit með atvinnurekstri, líftryggingar og skipu-
lagningu á stærri framkvæmdum næstu ára o. f 1., er smærra
má telja.
Ætlun nefndarinnar er það, að birta frumvörp þau og til-
lögur, er nefndin leggur fram, með greinargerðum, er þeim
fylgja, í sérstöku hefti, sem skoðast þá sem 2. hefti álitsins.
Verða þar birtar í greinargerðum frumvarpanna þær helztu
af ritgerðum þeim, er E. Lundberg skrifaði fyrir nefndina
um hagskipuleg mál þjóðarinnar. Þá er og ætlunin, auk ann-'
ars fleira, að birta í þessu 2. hefti slcýrslur, sem nefndin hefir
gert um efnahag og rekstur lánsstofnana þjóðarinnar á síð-
ustu árum, yfirlitsskýrslur, er nefndin hefir þegar lokið, um
verzlun og iðnað árið 1935, samskonar og skýrslurnar um
verzlunina 1934 á bls. 84—95 og skýrslurnar um iðnaðinn
á bls. 300—305“.