Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 151
3ÐUNN
Andersson færist í aukana.
145
strompinum herramaður, sem augsýnilega hafði veitt
heim eftirtekt þarna uppi og vildi tala við þá. Herra-
maður þessi var með skegg, klipt í réttan ferhyrning,
upplyft augu og heilan bunka af smáritum undir hend-
inni. Með krampakendu taki þreif hann í frakkalaf
Anderssons, stöðvaði hann og æpti:
— Gangið ekki fram hjá, hverfið ekki aftur niður til
þessara gömlu bústaða holdsins og þrældóms syndarinn-
ar. Nemið staðar og hlustið á mig! Því sjáið! Orðróm-
urinn um þær heimskulegu og skammarlegu gerningar,
sem þér iðkið þarna niðri í hinum syndum hlaðna efnis-
heimi, hefir þegar náð alla leið upp að hásætum meist-
aranna, sem stjórna oss og leiða. Og þeir hafa sent mig
til þess að opna augu yðar, svo þér megið velja hinn
rétta veg — þann veg, sem liggur upp á við, upp á við,
burt frá þeim lágu og auðvirðilegu stefnumiðum, sem
þér keppið að, og þeim forgengilegu jarðnesku gæðum,
sem líf yðar snerist um og þér enn þá dýrkið í áfram-
haldandi forblindan og niðurlægingu. Sjá, þér eruð enn
þá bundnir við hjólið, enn þá dragist þér með hlekki
efnis og moldar, sligaðir af yðar vesæla, hugmynda-
snauða og lostuga lífs skelfilega karma. Oss er ekki gef-
ið vald til þess að þvinga yður, en vér flytjum yður boð-
skap: Enn er ekki alt um seinan. Enn þá felst með yð-
ur möguleikinn til þroska, stig af stigi, þrep af þrepi,
gráðu af gráðu, eins og þér sjáið oss stíga úr einni deild-
mni í aðra, unz vér að lokum öðlumst lausnina í Orðinu,
í Logos, í Alverunni. Þér þurfið að lesa eitt af smárit-
unum mínum. Má eg hafa þann heiður að innrita yður í
undirbúningsdeild vorrar miklu uppfræðslureglu ? — Og
hann rétti Andersson stórt spjald í rauðbláum lit, á
-hverju skrifað stóð:
Society for elevation of spirits.
•IÐUNN XX
10