Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 309
IÐUNN
Bækur.
30S
skáldsins í mannlegt tilfinningalíf gegnum aldir og harm-
sára vitund þess um takmarkanir og gönuhlaup mannlegs-
anda. Þetta er beiskt skáldrit og bölsýnt. En vandlætingin,
hin heilaga reiði, sem blossar á síðum þess, vitnar eigi að síð-
ur sterkt um aðal mannsandans: hatrið á órétti og illum
verkum og hinn ódrepandi vilja til sóknar — fram til bjart-
ara, frjálsara og mönnum samboðnara lífs. Á. H.
Þegar Bernard Shaw gekk í heilagt hjónaband. ---- Fram
undir fertugt bjó Bernard Shaw með móður sinni í London.
Bæði voru þó laus við heimilið og sáust sjaldan. Á daginn
sat Shaw á lestrarsölum Brezka safnsins, á kvöldin sótti
hann söngskemtanir, opinbera fundi eða var hjá kunningj-
um sínum. Heimili þeirra mæðgina var engin fyrirmynd. Alt
á rúi og stúi. Sóðafengnar vinnukonur skössuðust um íbúð-
ina og gerðu akkúrat það, sem þeim sjálfum sýndist. Mál-
tíðir sínar, oft harla ómerkilegar, lét Shaw færa sér upp á
litla svefnherbergið sitt, þar sem erfitt var að finna nokk-
urn stað til að setja frá sér matfatið, því inni hjá honum
flóði alt í hálf-skrifuðum pappírsörkum.
Á þessum árum heimsótti Shaw iðulega Sidney Webb og
konu hans. Hjá þeim rakst hann einu sinni á ungfrú Charlotte
P. Townsend, sem, eins og þeir Webb og Shaw, hafði fundið
upp á því að fást við sósíalisma. Ungfrú Townsend var landi
Shaws, írsk eins og hann og vel efnuð. Ekki hafði hana skort
biðla, en hryggbrotið alla, því hún ætlaði til London og setja
sig inn í félagsmál. Eftir hina fyrstu kynningu á heimili
Webbs urðu þau Shaw brátt góðir vinir. Þau áttu sameigin-
leg áhugamál. Hvorugu mun þó hafa dottið í hug, að þessi
kynni myndu draga til hjúskapar. Shaw kærði sig alls ekki
um að gefa upp á bátinn sitt frjálsa og óbundna lif, og ung-
frú Townsend, sem þegar hafði sitt viltasta æskuskeið að
baki, hugði víst ekki heldur á hjónaband. Öll sólarmerki spáðu
því, að samband þeirra yrði venjulegur kunningsskapur, án
þess að Amor blandaði sér í leikinn.