Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 91
IÐUNN
Danahatur og ísl. ættjarðarást.
85
Danir þessar gömlu norsku nýlendur formlega af hendi
við Skota.
Ef við íslendingar eigum að reyna að gera okkur
grein fyrir langrækni Norðmanna í garð Dana, þá verð-
um við að hugsa okkur, að mál okkar nú á dögum væri
svo dönskuskotið, að okkar fornu bókmentir væru þjóð-
inni hulinn fjársjóður, að t. d. Austfirðir allir og Þing-
eyjarsýslur væri hluti af sænska ríkinu, borgaðir því af
Danakonungum upp í herkostnað eftir tapaðar styrj-
aldir, og að Vestmannaeyjar væru eign Breta, þeir hefðu
fengið þær í heimanmund með danskri prinsessu. Og
við verðum að hugsa okkur, að engin von væri til þess,
að á þessu yrði framar nokkur breyting. Þá hygg eg, að
þess yrði langt að bíða, að íslendingar gleymdu með öllu
þætti Dana í sögu íslands.
Og hér er eg kominn að því, sem er dýpsta ástæðan
til þess, að óvild til Dana gat ekki til langframa þrifist
í hugum okkar: Þó að við finnum, að við eigum eftir
að búa lengi að óstjórn Dana á íslandi, að þeirri töf, sem
hún hefir bakað þjóð vorri á leið hennar til menningar
og þroska, þá vitum við og skiljum, að okkur getur rétt
við að fullu og öllu og öll okkar mein gróið af þeim
krafti, sem býr í íslenzku þjóðinni.
III.
Þegar eg tala um, að Danahatrið á íslandi sé hjaðn-
að, sé úr sögunni, þá á eg við, að það sé einkis megnugt
með þjóð okkar framar. Þó hafa fram til síðustu ára
heyrst á íslandi blaðaraddir, sem bera vott um, að enn
eru til menn í landinu, sem virðast halda, að hin eina
sanna ættjarðarást sé í því fólgin, fyrst og fremst, að
grípa hvert tækifæri til þess að ónotast við Dani, tala
kuldalega í þeirra garð, gera þeim getsakir að ástæðu-