Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 18
12
Næturróður.
IÐUNN
samvinnu, til frjálslyndis, til risavaxinna framkvæmda,
og hugina dreymdi um sigra vits og vísinda. Nú liggja
sporin til einangurs; vér leggjumst í híði, stöndum í
höm. Og hugirnir leita aftur á bak, til uppruna og þjóð-
ernis, inn á við, til trúar og dulúðar. Þetta er pendúl-
sveifla sögunnar. Hin fyrri öld markaðist af því, að
mannlegur vilji sat til háborðs og hvatti út og fram.
Jafnvel hér úti á íslandi dynur þessi vilji í hendingum
skáldanna: „Þótt þjaki böl með þungum hramm, þrátt
fyrir alt, þú skalt, þú skalt samt fram!“ Slíkar voru
kröfur áranna, sem Einar Benediktsson fann, að blund-
uðu hér við heiði og strönd, undir eyðingu, áþján og
neyð.
Nú situr tilfinningin til háborðs og hvessir sjónir aftur
í fyrnsku, á slóðir átthaganna, til gamalla siða, til trú-
ar feðranna. Nú leitum vér skjóls innan þjóðlegra múra,
eins og kolbítur í öskustó, og látum oss dreyma inn-
hverfa nýrómantiska drauma um „blóð og mold“, um
„föðurtún" og „þjóðarsál“. Tilfinningin drekkur sig ölv-
aða, spáir og talar tungum, en viljinn brýtur saman væng-
ina, og vitið leggur aftur augun.
Þannig kemur mér vestræn menning fyrir sjónir í
dag. —
II.
Hvað verður, þegar þjóð, sem lifað hefir skeið tekn-
iskrar og menningarlegrar útþenslu, færist skyndilega yf-
ir á stig einangrunar og þjóðlegrar sjálfsfullnægju? —
Hvaða hamskiftum tekur menning hennar? Hverjar breyt-
ingar verða á viðhorfum manna og öllu andlegu lífi?
Hvaða viðfangsefnum sleppa menn, og hverra leita þeir
nýrra?
Þessum spurningum er ekki auðsvarað með dæmum