Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 116
110
Stórveldafriður.
IÐUNN
stað. Þrívegis hefir það horft upp á, að stríð brytist
út milli tveggja meSlima þess. Og þaS hefir Iofað þess-
um styrjöldum að geysa, mánuðum og jafnvel árum sam-
an, án þess að hafast að, án þess að reyna í alvöru að
beita samtökum til að stöðva þær. Og nú skyldi henda
það sú háðung, ekki einungis að viðurkenna opinber-
lega rétt árásarmannsins, þvert ofan í skýlaus fyrirmæli
sáttmálans, heldur langt um víðtækari árásarrétt en þekt-
ist fyrir heimsófriðinn, á meðan ekkert Þjóðabandalag
var til.
í fullu bróðerni komu þeir sér saman um það, íhalds-
maðurinn Baldwin, forsætisráðherra Bretlands, og jafn-
aðarmaðurinn Léon Blum, að fá bundinn enda á Abyss-
iníudeiluna eins fljótt og verða mætti, með því að sætta
sig við orðinn hlut. Ofar heiðri Þjóðabandalagsins, ofar
ótvíræðum fyrirmælum sáttmálans, svo maður minnist
nú ekki á rétt eins kotríkis til að vera til, stóð sú nauð-
syn stórveldanna, að tryggja sér nærveru árásarríkisins
Ítalíu við samningaborðið á næstu ráðstefnu.
Ritari Þjóðabandalagsins, Avenol, hafði fregnað það
frá Róm, að Mussolini og sendimenn hans myndu ekki
þola að horfast í augu við abyssinsku fulltrúana. Þar
sem Mussolini viðurkennir enga abyssinska fulltrúa, og
þar sem hver ítali veit, að Mussolini getur ekki skjátl-
ast, þá gat hæglega farið svo, að nærvera þessara full-
trúa hefði svipuð áhrif á ítalina eins og vofa Matteottis.
Avenol lofaði að gera það, sem hann gæti, til að af-
stýra þessum háska, og þar sem hann gat reitt sig á að-
stoð Breta og Frakka, var hann vongóður um, að alt
myndi fara vel.
Hann varð nú samt fyrir vonbrigðum. Smáríkin í
Þjóðabandalaginu, sem óttuðust um sitt eigið skinn, ekki
alveg að ástæðulausu, leiddu með atkvæðum sínum