Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 183
IÐU.NN
Sillanpaá og Silja.
177
xænu feðra bygðu tröll og jötnar Austurveg og Bjarma-
land, auk hinna rammgöldróttu Finna. Ef til vill er Sillan-
paa afkomandi þeirra allra. Hver, sem lesið hefir Silju,
getur séð hvílíkri tröllatrygð hann hefir tekið við fólk
lands síns. Hitt er eigi síður auðsætt, að hann er galdra-
maður hinn mesti í ritskap; það skín jafnvel í gegn um
hina íslenzku þýðingu, sem eflaust er þó ekki þýdd milli-
liðalaust af frummálinu.
Sagan af Silju er saga af síðasta lið langrar ættar í
hnignun. Hún byrjar með frásögn um afa hennar og
ömmu á ættaróðalinu, um föður hennar, sem gegn
frænda ráði tekur niður fyrir sig og hefur kotbónda-
•dótturina upp í húsfreyjusess á höfuðbólinu. Þetta er
glæpur gegn ættinni, og honum hefnist fyrir. Hyski hús-
freyjunnar kann enga rétta bændasiðu. í hörðum árum
gengur af honum. Loks flosnar hann upp og fer suður
á bóginn með aleiguna, hina ungu dóttur sína. í litlu
koti við vatn, skamt frá þorpi nokkru, elst bóndadótt-
irin upp hjá pabba sínum. Hún dafnar vel, en hann deyr.
Þá verður hún að fara í vistir. Þar byrjar alvara lífsins.
Hörð vinna, áleitnir strákar, áleitnir húsbændur. En
hún er hraust og sér um sig. Smám saman flytur hún
sig suður á bóginn, nær sól og sumri. Og loks brosir líf-
ið við henni eitt bjart og heitt, ógleymanlegt finskt sum-
ar við vatn og skóg. Hún er þá í vist hjá prófessor nokkr-
um, til hans kemur stúdent frá Helsingfors, og þau unn-
^st um sumarið. Þetta er hátindur æfi hennar. Stúdent-
inn hverfur, fer í stríðið, veikist og deyr. Hún fer í nýj-
ar, erfiðar vistir, missir heilsuna, verður tæringarveik.
En eins og loft og lög lýsti af höndum Gerðar, þannig
'birtir yfir öllu, sem þessi einfalda finska stúlka kemur
nálægt. Hún lifir ógnir borgarastyrjaldarinnar í Finn-
Jandi, en vorið eftir tekur hvíti dauðinn hana.
iðunn xx
12