Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 67
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
61
vill mundu eyða þjóðerni okkar á skömmum tíma, ef
við hugsum ekki sjálfir um, að landið sé numið. Utlend-
ingarnir skilja ekki þann seinagang, sem hér er á öllu,
þeir eru vanir að fresta því ekki til morguns, sem gera
má í dag. Þeir Iíta á þær upphæðir, sem þyrfti til að
iðnreka ísland og alla þess atvinnuvegi, sem smámuni,
í samanburði við ýms erlend fyrirtæki. Þeir segja, að
við íslendingar séum óduglegir, að vera ekki lengra
komnir áleiðis eftir margra ára sjálfstæðistímabil. Þeir
þekkja ekki okkar sex hundruð ára eymd, sem vandi
okkur á að sitja aðgerðalausir í vonleysi og trúleysi á
bvers kyns athafnir. Þó reynt sé að útskýra þetta fyrir
þeim, þá finnur maður, að þeir taka ekki gilda þá af-
sökun.
Eg hefi nú minst á viðhorf útlendinga gagnvart dag-
legu lífi og atvinnulífi vor íslendinga. Nú mun eg ræða
um viðhorf þeirra til menningar vorrar, lista og stjórn-
mála. Útlendingar dást að alþýðumentun íslendinga af
því að þeir líta á þá sem lágstétt, á borð við þær stétt-
m erlendis, sem jafnvel sumar kunna hvorki að lesa né
skrifa. Mjög dást útlendingarnir að fróðleiksfýsn íslend-
lnga og bókmenta-áhuga, og er þetta máske eina atrið-
ið, sem þeir, nær allir, sameinast um í óskiftri aðdáun.
t*eir geta t. d. ekki komist hjá því að hálf-skammast sín,
þegar þeir bera saman erindaflutninginn í fslenzka út-
varpið og í útvarp erlendis. Þeir trúa því tæplega, að ís-
lenzkir hlustendur séu svo sólgnir í erindi, sem raun ber
vitni, og að á hverju kvöldi sé talað í heilan klukkutíma
í útvarpið á íslandi, einmitt á þeim tíma, sem mest er
hlustað. Erlendis er útvarpið nær eingöngu dægrastytt-
lng fyrir lægstu stéttirnar. Erindi eru þar ekki á dag-
skrá nema á þeim tíma, þegar minst er hlustað, og er-
mdin verða að vera mjög stutt. Einn útlendingurinn