Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 270
264
Bækur.
IÐUNN
manna nefnd, er framkvæma skyldi rannsókn á fjármálum
landsins, atvinnumálum og viðskiftum, en að þeirri rannsókn
lokinni skyldi hún leggja fram rökstuddar tillögur og áætl-
anir um atvinnurekstur, framkvæmdir og framleiðslu í land-
inu, svo og um það, hvernig komið yrði föstu skipulagi á
allan þjóðarbúskapinn og hann rekinn á sem hagkvæmastan
hátt og með heill almennings fyrir augum. Nefnd þessi starf-
aði svo næstu árin og hafði um tíma sér til aðstoðar sænskan
hagfræðing, E. Lundberg að nafni. Ekki er þeim, er þessar
línur ritar, fullkunnugt um, hvort nefndin hefir nú hætt
störfum eða starfar enn. En frá hennar hendi liggur nú fyrir
þetta mikla rit, á sjötta hundrað blaðsíður í sama broti og-
Stj órnartíð indi.
Bókin hefst á inngangi, þar sem segir frá skipun nefndar-
innar, verkefnum og nokkuð frá störfum hennar. Er þar með-
al annars greint frá allmörgum frumvörpum til laga, sem.
nefndin hefir samið og lagt fyrir ríkisstjórnina og hún síðan
komið á framfæri. Eru þaðan runnin meðal annars lög um
eftirlit með opinberum rekstri, lög um sameiningu pósts og
síma, lög um skipulag á fólksflutningum, lög um rannsóknar-
stofnun í þarfir atvinnuveganna, lög um nýbýli og samvinnu-
bygðir og lög um ferðaskrifstofu ríkisins.
Þá hefst aðalritið á alllöngum kafla með yfirskriftinni t
Hagur þjóðarinnar. Er þar fyrst leitast við að komast að
fastri niðurstöðu um, hverju nemi þjóðarauður íslendinga,
síðan tekið til athugunar, hve miklar þjóðartekjurnar séu og'
einnig skuldir við útlönd.
Svo tekur við meginkafli ritsins: Atvinnuvcgimir. Þar er
fyrst rætt um atvinnuskiftingu landsmanna, þá yfirlit um
verzlunina 1934, þar næst geysilangur kafli um landbúnaðinn,.
annar álíka langur um iðju og iðnað og sá þriðji um sjávar-
útveginn.
Það ræður að líkum, að í riti eins og þessu er geysimikinn
fróðleik að finna. Verður sá, er þetta ritar, að játa það, að
hann hefir hvergi nærri tæmt þá námu. En rétt er að vekja
athygli á því, að þessi fróðleikur er alls ekki eins óaðgengi-
legur og sumir kynnu að ætla. Við því mætti sem sé búast,
að menn sneyddu hjá riti þessu í þeirri trú, að það væri mjög: