Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 261
IÐUNN
Bækur.
255
nýtur lítils lærdóms í æsku, en aflar sér mentunar nokkurrar í
utanferðum sinum. Hann er marglyndur og fullur andstæðna,
reikull í ráði, hjartagóður og tilfinninganæmur, en er þó svo
óprúttinn og brellinn, að manni verður á að brosa og undr-
ast í senn, hefir jafnvel skifti á konu sinni og dönskum
hundi, að því er Jón Borgfirðingur segir, verður sekur um
fleirkvæni, er ýmist þunglyndur eða glaðlyndur.*) Öll þessi
sundurleitni spegiast í kvæðum hans. Hann verður trauðla
færður undir nokkra skáldskaparstefnu, og í kvæðum hans
æg-ir öllu saman, góðu og vondu.
Á því ber allsnemma, að Sigurður hefir haft í hyggju að
endurbæta rímurnar og lyfta þeim á stig sjálfstæðs skáld-
skapar. Sjást þess víða merki í mansöngvum hans og eink-
um í hinum stórmerka formála, er hann reit að Númarím-
um. Eru skoðanir hans í þessu efni furðu líkar skoðunum
Jónasar Hallgrímssonar. Að vísu gerir hann ekki jafn-strang-
ar kröfur og Jónas. Sigurði hefði ekki dottið í hug að amast
við sumum þeim hefðbundnu rímnalýtum, er Jónas vildi út-
rýma. En Sigurði auðnaðist ekki að breyta eftir kenning-
um sínum eða ná þvi marki, er hann hafði sett sér, enda þótt
hann í Númarímum hafi markað merkileg spor í sögu rímn-
anna. Því miður báru þeir ekki gæfu til að vinna saman að
fegrun rímna og bættum skáldskap þeirra. Jónas ritaði hinn
alkunna ritdóm um Tístransrímur í Fjölni 1837, sem að vísu
var að mestu leyti réttur, það sem hann náði, en harkalegur
og ósanngjarn, bæði gagnvart Sigurði og rímnabókmentun-
um. Sigurður hafði þá þegar ort Númarímur og gert alvar-
lega tilraun til að skapa listaverk og tekist það að nokkru,
þótt þverbrestir væru í. Og Tístransrímur eru einmitt fyrsta
tilraun Sigurðar til að leggja eitthvað frá sjálfum sér inn
í ljóðin og binda sig ekki um of við söguna. Og þar hafði
hann í fyrsta sinni tekið útlenda sögu síðari alda og snúið
henni í ljóð. Ef aðrar bókmentagreinar hefðu verið lagðar
undir stóradóm Jónasar, hefðu margar þeirra hlotið viðlíka
útreið. Hvað mætti segja um skáldakvæðin fornu með öllum
sínum bragfyllingum og endurtekningum, að eg ekki tali um
*) Uppeldi hans og lífsskilyrði voru sízt fallin til að skapa
heilsteyptan persónuleika.