Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 32
26
Næturróður.
IÐUNN
verða fangfærir við þau öfl, er að oss steðja. En það
er ekkert meira, ekkert takmark í sjálfu sér, engin
fullnægja út af fyrir sig, ekkert til að nema staðar við
eða láta sér nægja. Utan alls þessa er víður heimur,
fullur af aðkallandi viðfangsefnum, sem vér þurfum að
þekkja engu síður gerla, ef vér eigum ekki að krókna
í hinu þjóðlega einangri.
Vér, sem á þenna hátt gerum oss grein fyrir einkenn-
um yfirstandandi tíma, afstöðu vorri til menningar álf-
unnar í heild, erum einráðnir í því, að svo miklu leyti,
.sem í voru valdi stendur, að hér á landi skuli ekki vera
frelsi til þess að gera út af við frelsið sjálft, andlegt og
menningarlegt frelsi. Vér viljum sýna hverri skoðun, sem
formuð er í drengskap og alvöru, fylstu sanngirni, jafn-
vel þó að vér teljum oss skylt að beita oss gegn henni.
Vér viljum berjast með vopnum íhugunar og röksemda,
en vér ræðum ekki við hjátrú, ofsa og móðursýki í fé-
lagsmálum og menningarmálum, af þeirri einföldu á-
stæðu, að það er árangurslaust.
Eg segi „vér“, og í því felst ekkert annað en ósk mín
um að fá að leggja fram krafta mína í þjónustu þessara
markmiða. Hvorki meira né minna.
Og vér, sem þannig hugsum, verðum að gera oss ljóst,
að það, sem nú ríður mest á, er að skapa hinni íslenzku
þjóð jákvæð viðhorf gagnvart þessum menningarlega
fimbulvetri, skapa áræðið viðnám og bjartsýna ró gagn-
vart öllu, sem að höndum ber. Mér til óendanlegrar
gleði, hefi eg orðið þessa viðhorfs var meðal margra
manna og kvenna. Það er ekki skipulögð starfsemi, að
minsta kosti ekki enn þá, svo að íhaldsblöðin á íslandi
þurfa engum að refsa með rætnum sakargiftum og inn-
antómum fúkyrðum. Þetta er enn þá að eins ósjálfrátt
viðnám hins heilbrigða gagnvart hinu sjúka. En eg hugsa