Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 291
IÐUNN
Bækur.
285
lega, er hann í fyrsta sinn treður fram fyrir þroskaða les-
endur, að þögnin ein geti skýlt þeim vonbrigðum, sem hann
hefir valdið? Er bókin svo léleg, að ekki sé eyðandi á hana
bleki? Að mínum dómi fer því mjög fjarri. Eg held ekki, að
komið hafi út hér á landi hin síðari ár margar byrjendabælc-
ur betri eða eftirtektarverðari en þessi.
Efnið í þessari sögu er ofur hversdagslegt. Sagan gerist í
sveit, og aðalpersónan er drengur af fátæku, en góðu og
greindu fólki. Fyrstu árin elst hann upp með foreldrum sin-
um á rýrðarkoti, verður að fara margs á mis, eins og títt
er um fátæklinga, jafnvel líða skort, en nýtur þó umönnunar
og hlýju sinna nánustu. En á barnsaldri missir hann föður
sinn, heimilið sundrast, og drengnum er komið fyrir hjá
vandalausum á sveitarinnar kostnað. Þá fer nú atlætið að
versna, og er það ófögur lýsing, sem við fáum af heimili
Guðmundar bónda, ef til vill nokkuð ýkt, þótt annars sé erf-
itt um slíkt að dæma. Á þessu heimili er unglingsstúlka, sem
heldur í hönd með drengnum, eftir því sem hún er maður til.
Hún er munaðarlaus eins og hann, en eldri og þroskaðri.
Á milli þeirra tengjast vináttubönd, sem lýst er af mikilli
nærfærni og innileik. En svo verður stúlkan fyrir óláni af
völdum bónda og flæmist burt af heimilinu. Eftir það versn-
ar enn aðbúð drengsins, og endar sagan á því, að hann strýk-
ur á brott að haustlagi og heldur út í óvissuna, án þess að
vita sinn næsta áfangastað — 12—13 ára snáði, allslaus og
vinalaus og táplítill, sem nú á fyrir höndum að ryðja sér
braut í lífinu upp á eigin spýtur. Á því getur varla leikið
vafi, að höf. hefir, er hann skrifaði bókina, ætlað sér að
rekja feril hans lengra í annari og nýrri bók.
Hér er sem sagt ekkert nýstárlegt eða merkilegt, að því er
söguefnið snertir. En meðferðin á því, frásagnarháttur þessa
kornunga höfundar og stíll, er þannig, að vert er að veita
honum fylstu athygli. Mér blandast ekki hugur um, að þessi
bók er skrifuð af skáldi, sem mikils má vænta af í framtíð-
inni, ef alt fer að sköpum. Það er ekki hægt í jafn-stuttu
máli og hér er rúm fyrir, að gera þess fullnægjandi grein,
hvers vegna þessi bók vekur hinar djörfustu vonir. Sagan er
í aðra röndina veruleikalýsing, óvægin og ramsölt, en hins
vegar er yfir henni einhver rómantísk töfrahula, sem gerir