Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 297
IÐUNN
Bækur.
291
mannúðarsnauðri öld, grimmri refsilöggjöf og miskunnar-
lausum handhafa hennar, þar sem Hallur er. Hann lætur
taka frændkonu sína af lífi fyrir afbrot hennar, drekkja
henni, eins og þá mun hafa tíðkast um konur, sem gerðust
sekar um þess háttar glæpi. Að öllu leyti ferst honum
ómannúðlega um meðferð þessa máls, enda er hann óðar
ofurseldur hinni frumstæðu réttarvitund alþýðunnar, sem
í gerfi þjóðsögunnar lætur dóm ganga yfir hann, svo að hann
verður að auðmýkjast að lokum. — Höf. hefir hér tekið
upp merki föður síns, séra Jónasar Jónassonar frá Hrafna-
gili, er á sínum tíma gróf upp hálfgleymdar munnmælasög-
ur, en þó sannar í meginatriðum, færði þær í búning og
gerði þær aftur lifandi í vitund þjóðarinnar (Randíður 1
Hvassafelli, Ilofstaðabræður o. fl.). Og þessi saga er með
ýmsum hinum sömu einkennum og þær: ákaflega alþýðleg
og óbrotin frásögn, rík samúð með þeim, sem verða fyrir
hníflum örlaganna í þessum heimi, og hrollsvalur gustur frá
horfinni tíð, sem okkur finst — þó líklega með óréttu — að
hafi verið frumstæðari og ruddalegri en sú öld, er við lif-
um á. Á. H.
Gunnar M. Magnúss: Suður heiðar. Saga
frá Lyngeyri. Rvík, 1937.
Það er sagt, að Gunnar M. Magnúss sé ágætur kennari.
Eg efast ekki um, að það sé rétt, og í raun og veru þai'f ekki
annað en lesa drengjabækurnar hans til að sannfærast um
það. Þær sýna, að hann þekkir strákana og kann tökin á
þeim — veit, hvernig þeir hugsa, hvað þá langar til og
hverju athafnaþrá þeirra fær orkað, hvort heldur er til góðs
eða ills. Þetta hefir verið ljóst af fyrri bókum hans, en þó
aldrei jafn-ljóst og af þessari síðustu.
Eg veit ekki, hvort bók þessi stæðist prófið, ef ætti að
vega hana á strang-listræna vog. Stíll Gunnars er ekki
sérlega listrænn, en það er ekki stíll Jóns Sveinssonar held-
ur, hins mikla og heimskunna barnabókahöfundar. Ungu
mennirnir, sem bókin er skrifuð fyrir, munu líka fæstir vera
að velta vöngum yfir stílfágun eða fagurfræðilegum kredd-
um um list, og þetta veit höfundurinn ofur vel. Þeir vilja
láta eitthvað gerast, heimta áhrifamikla og skemtilega við-