Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 73
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
67
takið: „FólkiS þarf brauÓ og leiki“), heldur blátt
áfram af því, að menn kunni hér ekkert í einbeittri
skipulagningu atvinnulífs og viðskifta, kunni ekki að
vinna.
Erlendis, eins og hér, hafa menn náttúrlega skiftar
skoðanir á þjóðnýtingu og öðrum stefnum stjórnmála-
flokka, en mér er óhætt að segja, að flestir útlendingar,
sem eg hefi átt tal við, eru á einu máli um það, að
þjóðnýting, hversu æskileg semj hún kunni að vera,
heimti langtum meiri kunnáttu í skipulagningu og fram-
kvæmdum og sé því oft áhættumeiri en framkvæmdir
einstaklinganna, sem bera sjálfir ábyrgð á mistökum
sínum og kunnáttuleysi.
Eg hefi áður vikið að því, að íslandi og öllu lífi hér
væri veitt skipulagsbundin eftirtekt á æðri stöðum með
stórveldunum, og þar mynda menn sér ákveðnar skoð-
anir á ástandinu hér á íslandi og sjá margt greinilegar
en við íslendingar sjálfir. Og þar með er eg farinn að
nálgast það atriði þessa máls, er eg tel hvað veigamest.
bað eru utanríkisstjórnmál vor íslendinga, þau málin, sem
öll tilvera okkar sem þjóðar veltur mest á. Eg hefi kom-
ist að raun um það hvað eftir annað, að útlendir kunn-
áttumenn álíta, að viðvaningsháttur okkar í utanríkis-
niálum sé þó og hafi ætíð verið enn meiri en í innan-
ríkismálunum, að kæruleysi okkar í utanríkismálum gangi
landráðum næst, þar sem ísland sé, sökum fábreyttrar
framleiðslu, háðara utanríkisverzlun en flest önnur lönd
°8 þar sem nú fari þeir tímar í hönd, sem skera eigi
ár því, hvað verður um íslenzku þjóðina, hvort hún á
áð halda áfram að vera til og skapa sér virðingarsess
meðal menningarþjóða, eða hvort hún á að þurkast
ut eða „uppsjúgast" — eins og þeir kalla það — af
annari þjóð. Þetta er ekki neitt íslenzkt þjóðrembings-