Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 209
IÐUNN
Hvaðanæva.
203
því að ganga í þjónustu iðjufyrirtækja, ríkisins eða ein-
staklinga. Nú er það vitað, að allar greinir vísindanna
bjóða ekki jafn-góð fjárhagskjör, og því verður að-
streymið að þeim nokkuð mismunandi og afrekin sömu-
leiðis. Stóriðjan hefir t. d. miklu meiri áhuga fyrir efna-
fræði en sálarfræði, og því hefir miklu meira verið af-
rekað innan efnafræðinnar.
Enginn neitar því, að samfélagslífið á vorum dögum
er með mörgum hætti reist á grundvelli náttúruvísind-
anna. Því hafa hvatirnar til vísindastarfsemi og mark-
mið hennar hina mestu þýðingu. Og er vér hyggjum
nánar að, kemur það í ljós, að markmiðin, sem stefnt
er að, eru oft og einatt önnur en þau, er vér vildum
helzt kjósa. A ýmsum þeim sviðum, er vísindin ættu að
geta unnið stórvirki mannkyninu til heilla — ættu að
geta gert mönnum lífið léttara, fegurra og auðugra, eru
lagðar tálmanir á leið þeirra eða þau að minsta kosti
hindruð í að sýna í veruleikanum fullan árangur upp-
götvana sinna. Það hefir tekist að framleiða ýms af-
brigði nytjajurta, sem geta gefið margfalda uppskeru
móts við það, sem vér eigum að venjast. En svo sjáum
vér, í ýmsum löndum, gerðar stórfeldar ráðstafanir til
þess að takmarka framleiðslu þessara sömu nytjajurta,
t. d. korntegunda. Og þetta á sér stað samtímis því, að
vér vitum, að mikill hluti af íbúum jarðarinnar lifir við
sult og seyru.
Vandamálin um fjölgun fólksins og viðkomu, sem
hafa stórkostlega þýðingu fyrir framtíð mannkynsins,
hafa að eins örfáir vísindamenn fengist við til þessa.
Yfirleitt má segja, að samtímis því, að vér á síðustu
öldum höfum náð undraverðum árangri í því að gera
oss hin ytri náttúruöfl undirgefin, erum vér komin mjög
skamt áleiðis í hinu: að ná valdi yfir þeim öflum, sem