Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 142
136
Andersson færist í aukana.
IÐUNN
sem hann lysti. Enginn skifti sér hið minsta af honum,
og hann komst brátt á snoðir um, að nú þurfti hann ekkí
lengur, eins og áður fyr, að fela sig, þótt faðir hans
kæmi heim frá vinnunni, úrillur og stundum fullur. Jó-
hann Friðrik hélt því áfram að ganga aftur í þessu húsi
og hélt sig aðallega á göngum og stigum byggingarinn-
ar, þar sem margt gat borið fyrir augað — nýir og ó-
kunnir strákar, sem roguðust með vörusendingar, leigj-
endur, sem fluttu í húsið eða úr því, með alls konar
skrítið hafurtask, handiðnarmenn, sem dyttuðu að stig-
unum og settu upp skilrúm bæði hér og þar. Og svo
gerðust enn merkilegri atburðir, þegar stundir liðu: Það
var lagt inn rafljós í bygginguna, komið fyrir vatnssal-
ernum o. s. frv. Heilu næturnar hafði hann staðið við
slökkvarana og skemt sér við að snúa snerlunum, kveikja
og slökkva, slökkva og kveikja. Þetta var fyrirtaks
blossaviti (og nú, eftir á, skildi Andersson, hvers vegna
rafmælarnir alt af höfðu sýnt hina ótrúlegustu straum-
eyðslu). Eða hann hafði leikið sér að því að leggjast
á vogarstangir vatnssalernanna, másandi af áreynslu og
spenningi, og láta forviða salernisgesti toga í hand-
föngin án minsta árangurs. Það var alls ekki af hrekk-
vísi eða illu innræti, sem hann iðkaði þessar og því lík-
ar íþróttir, heldur af barnslegri forvitni og saklausri at-
hafnaþrá. Og með auðmjúkri þolinmæði hins treggáf-
aða og tornæma barns gat hann endurtekið þessar til-
raunir sínar aftur og aftur í það óendanlega. En þegar
þar kom, að allir kunningjarnir frá lifitíð hans voru
fluttir úr húsinu og jafnvel stóri hundurinn úr bakhús-
inu var horfinn, settust stundum að honum leiðindi og
lá illa á honum. Það gat líka komið fyrir, endrum og
eins, að bláókunnugar verur kæmu svífandi í loftinu»
vörpuðu á hann alls kyns keskniyrðum og stríddu hon-