Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 12
266 Lífsviðhorf guðspekinnar. IÐUNN alt, þá er hann ekki lengur í efa um takmark sitt. Guð- spekin fræðir oss um þessar skynsamlegu þroska-fyrir- ætlanir. Til þess, að fegurð alheimsins megi opinberasl betur og betur, verður steina- og jurtaríkið, menn og dýr, þjóðflokkar og trúarbrögð, vísindi, listir og heim- speki að taka sífeldum breytingum. Eg hefi að þessu látið hjá líða að benda á sannindi, er sumum kunna að virðast enn mikilvægari en það, sem ég hefi verið að tala um. Sannindi þessi eru um eðli mannsins. Eg veit að Vesturlandamaðurinn spyr um lífið eftir dauðann, endurminningar þar, sælu eða vansælu, löngu áður en hann spyr um endanlegan til- gang alheimsins. Kristin guðfræði hefir svo lengi ógnað mönnunum með kvölum eftir dauðann, að þeir hafa seinast — eins og hrædd börn — neitað að trúa. Fjöld- inn allur af kristnum mönnum virðist naumast trúa því, að til sé nokkurt líf eftir dauðann. Verst af öllu er þó sú ógeðslega hjátrú, að líkaminn sé nauðsynlegur eilífu lífi sálarinnar, og að rotnandi líkin í gröfunum eigi síð- ar meir að rísa upp og sameinast aftur sálunum, sem sagt er að sofi þangað til. Líklega er það Austurlanda- maðurinn einn, sem skilur til fulls hvílíkur fjötur þessi kenning hefir verið á vestrænni hugsun. Á Austurlönd- um, hjá Hindúum og Búddhatrúarmönnum, er það vissu- lega Iífið en ekki dauðinn, sein veldur áhyggjum. Þann- ig var það um Plató, sem skynjaði greinilega Iífið í hinum andlegu heimum, en átti örðugt með að skilja tilveru eins efnisheims. I þessu efni hefir guðspekin ákveðin svör á reiðum höndum. Maðurinn er ódauðlegur, af því hann er hluti af guðdóminum. Einstaklingseðli það, sem stendur á bak við hugsanir, tilfinningar og gerðir mannsins; sú með- vitundarmiðstöð, sem veldur því að maðurinn segir: »Eg

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.