Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Síða 14
268
Lífsviðhorf guðspekinnar.
IÐUNN
það er einmift þessi skilningur, sem er eitt af aðalat-
riðum guðspekinnar. Það, sem heimspeki vor heldur
fram, er þetta:
I. Að á bak við alheiminn, skapaðan og óskapaðan,
sé vilji að verki. Þessi vilji er nefndur mörgum
nöfnum. Sem persónulegur guðdómur er hann kall-
aður: Guð, Ishvara, Allha, Ahura-Mazda, Jahve.
Sem ópersónulegur guðdómur er hann kallaður
Dhamma eða lögmál í Búddhatrúnni, Shang-ti eða
himinn í Kína, og Stóikar kölluðu hann Logos.
II. Þessi skapari, sem skapað hefir alheiminn, er altaf
að fullkomna hann. Enn sem komið er, er heimurinn
ekki fullkominn. Margskonar ófullkomleiki loðir við
hann, en guð geymir hina fullkomnu frummynd í
huga sér, og hann stefnir að því með þolinmæði
gegnum aldaraðir, að leiða hugsjón sína í fram-
kvæmd.
III. Við þetta fullkomnunarstarf er þörf á samstarfi
hvers einasta manns. Guð óskar ekki fyrst og fremst
eftir tilbeiðslu mannanna, heldur eftir skilningi þeirra
og samvinnu til að ná því takmarki, sem hann hef-
ir sett heiminum. Hann hefir fengið hverjum manni
ótakmarkað starf og það er: dag frá degi að skapa
með guði nýjan sannleik, nýja gæzku, nýja fegurð,
þangað til guð og menn í sameiningu hafa fram-
leitt hinn fullkomna alheim.
Kenning guðspekinnar um ákvörðun mannsins er sú,
að syndarinn breytist í góðan mann og lærisveinninn í
meistara. Vinnustofan, sem vér eigum að læra iðn vora
í, er alheimurinn, en í þrengri skilningi sá litli verka-
hringur, sem forlögin hafa sett oss í. Fyrir þetta starf
öðlumst vér sáluhjálp, ef vér leysum það af hendi eins
og vera ber. Það, sem maðurinn fyrst og fremst verður