Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 25
IÐUNN Lífsviöhorf guðspekinnar. 279 nokkur sorg. Þetta stig er kallað á Indlandi Mumuks- hattva — þráin eftir lausn. Þá fyrst nálgumst vér lausnina, þegar oss er orðið það fyllilega ljóst, að vér öðlumst hana aðeins sakir hins skapandi máttar vors. Þegar vér erum reiðubúin að læra lexíuna þá, mun iífið kenna oss hana. Sköpunin gerir oss frjáls. Þegar Phidias bygði Parthenon, tók hann stórt skref á veginum til lausnar. Sama gerði Le- onidas, þegar hann barðist og féll í Laugaskarði og eftirlét heiminum hetjudæmi. Sama er að segja um Gi- ordano Bruno, eldsálina, æfintýramanninn, sem með guð- móði sínum innblæs þúsundum manna krafti enn þann dag í dag. Hina göfugustu mynd sköpunar sjáum vér í Kristi, sem tók á sig kross efnisins og gerðist hold, svo hann með fórn sinni opnaði mönnunum veg til himins. Hann fórnaði lífi sínu, sem heimurinn hyggur uppsprettu allrar hamingju, en hann reis upp aftur frá dauðum til þess að verða tákn eilífðarinnar. Þannig er því farið með oss. Aðeins þar, sem grafir eru, er upprisa. Slíkur dauði er þá ekki hræðilegri fyrir oss en fyrir listamanninn, sem ætlar sér að skapa lista- verk. Hann verður að deyja daglega; daglega verður hann að snúa baki við listaverki sínu, sem hann hélt að væri fullkomið og næði írummynd þeirri, sem birtist í draumum hans. En listamaðurinn gengur hiklaust móti þessum dauða, því hann efast aldrei um að sér muni að lokum takast að skapa hið fullkomna listaverk. Þannig verðum vér, þegar lífið heimtar af oss hverja fórnina á fætur annari, að halda fast í þá sannfæringu, að þetta hafi verið það, sem oss var mest þörf á. Hvar getum vér fundið þá lífsspeki, sem gerir oss örugg gagnvart hverju, sem að höndum ber? >Leitið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.