Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 28
IÐUNN Lótófagar.,) (A. Tennyson.) „Djarfir!“ hann kvað og hóf mót landsýn hönd. „Oss hratt að landi ber nú aldan stríð“. Og undir kveld þeir komu þar að strönd, er kveldsett sýndist vera ár og síð. Um ströndina alla mókti mol/a þýð, sem mæddist einhver þunga drauma við. Albjart skein tunglið yfir dalsins hlíð og eins og lækur niður taki skrið, sást elfur smá með hvíldum klífa klettarið. Slíkt elfaland! Líkt öfugstreymum reyk í úðaskýjum sumar hnigu þar, en aðrar brugðu í Ijóma og skugga á leik og löðurþungar fram af stö/Ium bar. Þeir sáu bláskygt fljótið falla í mar úr faðmi landsins. Yzt í hljóðri firð þrír jöklar risu í roða kveldsólar. Og risafuran myrka, er hlíð var girð, hófst úða döggvuð yfir lægri hlyna hirð. I) Þ. e. Lotus-ætur. — A heimferð sinni frá Trojustríðinu lenti Odyseifur Iþöku-konungur í miklum hrakningum, svo sem frá er skýrt í Odysseifs-kviðu. Á þessu ferðalagi komu þeir félagar eitt sinn að landi Lotus-ætanna. Segir frá þeim atburði í hinu fræga kvæði Tennysons, þvi, er hér birtist í íslenzkri þýðingu.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.