Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 30
IÐUNN
Annie Desant,
Lítinn dreng dreymdi að hann var staddur í miklum
sal. Hann var einn í salnum og allsber að stríplast. Alt
í einu er þar kominn geysimikill maður í hvítum klæð-
um með hvítt skegg og hár. Hann er svo mikill, að
hann fyllir nær allan salinn. Hann tautar vísu fyrir
■ munni sér. Drengurinn þekkir að þetta er Matthías
]ochumsson skáld. Drengnum býður ótta, hann verður
feiminn og ætlar að hlaupa í felur. Mikli maðurinn sér
hann þá, grípur hann og lyftir hátt í loft upp, setur
hann á kné sér og klappar honum á kinnina. Og dreng-
urinn vaknar.
Þannig varð mér og við, er þess var farið á leit við
mig að rita nokkur orð um dr. Annie Besant. Ég er
drengurinn og A. B. er maðurinn mikli. Samt er mér
þetta ljúft og skylt, því að þótt ég hafi aldrei séð hana,
hefi ég samt nú um nær fimtán ára skeið setið við fót-
skör hennar og hrifist af ást og vizku hennar. Sama
gætu nú þúsundir mannsbarna sagt. En hún hefir orðið
mér önnur fóstra mín.
Dr. Annie Besant er áttræð í ár. Afmæli þetta hefir
vakið minningaröldu í flestum eða öllum löndum heims.
Ðók, er ber nafn hennar hefir borist hingað í haust frá
Noregi. Höf. er Lilly Heber. Þar er glögt yfirlit yfir
æfiferil þessarar merku konu, lýsing á skapgerð og af-
reksverkum. Þeir, sem hafa gaman af æfisögum mikil-
menna, ættu að lesa þá bók.
Annie Ðesant er fædd 1. okt. 1847. Faðir hennar
var W. P. Wood, læknir af enskum höfðingja-ættum,