Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 33
IÐUNN Annie Besant. 287 o. s. frv. Hver alda skilar henni hreinni, þroskaðri og sterkari. Arið 1889 varð enn merkisár í þessari einkennilegu æfisögu. W. Stead biður þá A. Besant að skrifa um tvær miklar, nýútkomnar bækur, sem honum bárust. Það voru tvö bindi af The Secret Doctrine (Dulspekin) eftir H. P. Blavatsky. A. Besant tekur bækurnar heim með sér, les, hrífst með, kemst í uppnám. Hún hafði þrátt fyrir athafnamikið lífsstarf ávalt þráð, með innibyrgðri brennandi löngun einhvern æðri sannleika en þann, sem enn hafði verið á boðstólum. Og nú leystust gáturnar hver af annari við lestur þessara bóka og sjálfsathug- un um leið. Bækurnar fjalla um undirstöðuatriði guð- spekinnar. — Sæðið féll í frjósama jörð og sumarið fór í hönd. — A þessum árum starfaði Annie Besant mikið að skóla- málum Lundúnaborgar og fékk miklu áorkað til bóta. En merkilegast var þó starf hennar um þetta leyti með jafnaðarmönnum. Það er sagt að hún hafi alla tíð staðið í eldinum, þar sem hann var heitastur og ákafastur, alla tíð að bjarga. Hún talaði oft til þúsunda æstra, at- vinnulausra verkamanna úti í sótsvartri Lundúnaþokunni, alt af sefandi og hughreystandi. Og jafnframt herjaðj hún á hærri staði þar sem járnklær auðvaldsins héldu um rétt og brauð fjöldans. Mannúðarþrá og kærleikur hennar var svo sterkur og augljós, að æstir, sveltandi verkamenn í uppþoti á götum úti, beygðu sig fyrir henn- ar vilja um leið og þeir sáu hana eða heyrðu. Bern- hard Shaw segist aldrei hafa þekt jafn áhrifamikinn ræðumann eins og hana. Jafnaðarstefna og guðspeki hljóta og ætíð að fylgjast að, ef nóg er hugsað og ef menn vilja framkvæmd á bræðralagshugsjóninni — og ef svo mælskan slæst í för með þessum skoðunum, vantar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.