Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 35
IÐUNN Annie Besant. 289 Hún sá nú og, að meginbölið stafaði af þessari ensku kúgun og stjórnmálastríð milli Indlands og Englands var óumflýjanlegt. Hún safnaði saman ötulum áhugamönn- um til þess að vekja Indverja og jafnframt bar hún fram kröfur þeirra á Englandi. Hún var ölduvaki þess- arar hreyfingar, sem barst undra fljótt um alt Indland. Elskuð og dáð er hún af Indverjum svo að þeir kalla hana alment »móður« sína þar í landi. Arlega hefir hún ferðast til Englands til þess að tala máli þeirra. Og margar endurbætur hefir hún hrifið úr höndum enska auðvaldsins til handa Indverjum, þótt fullnaðarsigur sé enn ekki fenginn. En krafa hennar og takmark er »>heimastjórn“ Indverja. Stríðinu er enn ekki lokið. En Indverski þjóðarrisinn — þúsund miljónir manna — er vaknaður og er að rísa á fætur með fullri meðvitund um risaafl sitt, forlíðarmenningu sína og framtíðar- möguleika. í stuttu máli verður þessi æfisaga alls ekki sögð. Þetta er æfisaga brautryðjandans, sem einhver Einar Olgeirsson þarf að skrifa um mikla bók og Þorsteinn M. jónsson að gefa út. Þetta er æfisaga athafnamanns- ins, sem ber hugsjónirnar fram til veruleika. Það er æfisaga skipulagsmannsins, sem fylkir mönnum ólíkra og sundraðra þjóðflokka undir eitt merki og stjórnar þúsundum með aga. Það er ekki ómerkilegt brot úr sögu Englands og Indlands á undanfarandi árum. Þetta verður sennilega merkilegasta kvenæfisagan í mannkyns- sögunni. Sumir segja að hún sé ]óhannes skírari. Þrátt fyrir öll sín áhrifaríku afskifti af stjórnmálum og skólamálum, bæði á Englandi og Indlandi, verður s'amt annar þáttur langsterkastur í æfisögu Annie Bes- ant. Langfrægust er hún og verður af ritum sínum og ræðum um guðspekileg efni og afskiftum af þeim mál- 19

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.