Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 36
290
Annie Besant.
IDUNN
um. Rithöfundarstarf hennar er dæmalaust. Árið 1923
var tala þeirra bóka og bæklinga, er hún hafði skrifað
um ýms efni 434. Síðan hefir mikið bæst við. Og tekið
hefir hún þátt í stjórn /2 tímarita.
Eg sem þetta rita átti eitt sinn tal við séra Jónas á
Hrafnagili um Annie Besant. (Hann og Oddur Björns-
son prentari á Akureyri voru með fyrstu, eða fyrstu
fylgismenn hinnar guðspekilegu heimspeki hér á landi).
Hann sagðist dást mikið að þessum fádæma dugnaði
A. B. og rökföstu ritum hennar. Annari konu sagði
hann samt að hann fyrir sitt leyti dáðist margfalt meira
að. Það væri H. P. Blavatsky hin rússneska, sagði hann.
Það hefði verið hún, sem eiginlega hefði fundið guð-
spekina, safnað rökunum í heimspekikerfi.
Sumir segja að, að vísu sé Annie Besant dásamlegur
rithöfundur, en þó sé C. W. Leadbeater miklu meiri>
hann segi miklu meira.
Þetta getur alt verið rétt. En hitt er þá og jafnrétt,
að hvorugur þessara rithöfunda hefir til að bera ritsnild,
list á borð við Annie Besant. Enginn gefur eins góðar
og ítarlegar skýringar á öllu út í æsar eins og hún,
enginn skrifar betur fyrir fjöldann en hún. Enginn ber
eins ástúðlega umhyggju fyrir lesandanum eins og hún.
Þótt ekki verði á móti því borið, að H. P. Blavatsky
hafi verið framúrskarandi vitkona og að hún sé fyrsti
frumherji guðspekinnar eins og hún er nú boðuð, þa
hefir samt Annie Besanf leiðrétt sumt hjá henni, fært
alt til alþýðlegra máls og borið stefnuna fram til stór-
sigra um heim allan.
Eg man ekki að Iðunn hafi nokkurn tíma minst
einu orði á guðspeki (Theosophia). Mér finst það óhjá-
kvæmilegt, að lesendur hennar verði að þola að nu se
gerð nokkur grein fyrir guðspekinni með fám orðum >