Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 38
292
Annie Besant.
IÐUNN
orð þeirra hljóða þannig: Engin trúarbrögð eru sann-
Ieikanum æðri.
Samkvæmt 3. gr. stefnuskrárinnar tóku guðspekinem-
ar að rannsaka dulda krafta, er fólust með þeim sjálf-
um og öðrum mönnum. Fóru þá sumir rannsakendur
eftir vegi andatrúarmanna. Aðrir rannsökuðu ýmsar dul-
argáfur, skygni, dulheyrn o. fl. Komust þeir þá að því,
að þessar gáfur var dulið fræ hjá öllum mönnum og
að sérhver gat þroskað þær hjá sjálfum sér, sem vildi.
Til þess þarf þó mjög sterkan vilja, því að þeir sem það
gera verða að breyta frá almennum lifnaðarháttum og
lifa mjög hreinlega í orði og verki. Og svo erfiður er
þessi vegur, að mjög fáir menn til þess að gera af öllu
mannkyni hafa gengið hann. Þó eru þessir menn til og
eru kallaðir dulspekingar. Þeir hafa verið til á öllum
öldum, oftast í Austurlöndum og eru nú til víðsvegar
innan guðspekifélagsins (og utan — Vogar). Á þessa
menn setja guðspekinemar alt sitt traust, því að frá þess-
um mönnum er runnin öll sú speki, er guðspeki nefn-
ist. Dr. Annie Besant er dulspekingur, sömuleiðis C.W-
'Leadbeater og J. Krishnamurti o. fl.
Sumir segja, að því sé eins farið um guðspeki eins
og önnur trúarbrögð, að enginn geti sannað kenningar
hennar. Þetta nær ekki fram að ganga, segja guðspek-
ingar.
I fyrsta lagi er guðspekin ekki nein sérstök trúar-
brögð. Enginn þarf að ganga af sinni trú þótt hann að-
hyllist guðspeki, heldur skilur hann þá betur trúarbrögð
sinnar þjóðar og finnur meiri skynsemi, dýpri sannleik,
sem í henni liggur fólginn. I öðru lagi eru sannanirnar
einmitt hjá þessum dulspekingum, sem allir geta orðið,
og að nokkru leyti hjá samanburðartrúfræðingum og
vísindalegum andatrúarmönnum, þótt dulspekingarnir