Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 39
IÐUNN Annie Besant. 293 gangi að vísu lengst. Sannanaskortur er því ekki meiri fyrir kenningum guðspekinnar, en fyrir því, að jörðin gangi í kringum sólina. En það, sem einkennilegast þykir við guðspekina, eru kenningar hennar um lögmál orsaka og afleiðinga og endurholdgunarkenningin, Ekki eru þetta þó nýjar kenn- ingar, heldur finnast þær í öllum meiri háttar trúar- brögðum og gömlum goðsögnum t. d. í Asatrúnni. Alt er þetta gamalt. »Ekkert er nýtt undir sólunni«. Sumir segjast kunna hálfilla við allar þessar jarðarfarir guð- spekinnar! Getur það verið að lögmál lífsins hafi gleymt að spyrja eftir þeirra vilja ? Annie Besant hefir skrifað bók, sem heitir á ensku The ancient wisdom, en á sænsku Den uráldriga vis- domen, — hin eldgamla speki. Fáar, eða engin ein bók mun fjalla um öll atriði guðspekinnar jafn ítarlega, rök- fast og vísindalega eins og þessi. Þar er svo að segja sannað, að allar þessar kenningar guðspekinnar séu gömul og hálfgleymd, eilíf sannindi. Rökrétt ádeila verð- ur naumast gerð á þessa bók. Enginn guðspekifélagi er þó neyddur til þess að trúa þessum kenningum. Það, sem mest einkennir Annie Besant og aðra helztu braut- ryðjendur guðspekinnar — er frjálslyndi í trúarefnum. Minnist í þessu sambandi helstu forvígismanna félagsins hér á landi: séra ]ónas Jónasson, ]ón Aðils ]ónsson, Sig. Kristófer Pétursson o. fl. En afleiðingar rökfastra hugsana um eilífðarmálin verða niðurstöður guðspekinnar. Annars verður alt ó- guðleg grimd í flestra augum, eða öngþveiti hringavit- leysunnar. Ég verð enn að minnast hér lauslega á örfá at- riði, sem einkenna guðspekina og eru ekki ómerkileg. »Erfðasynd« er ekki til öðruvísi en okkar eigin synd,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.