Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 40
294 / Annie Besanl. IÐUNN sem við höfum framið í fyrri jarðlífum okkar og eigum eftir að borga. Annara syndir hvíla ekki á okkur . . . . Kristur tók sér bústað í líkama ]esú, (þegar hann var skírður), til þess að segja okkur hvernig við eigum að sameinast guði. . . . Guð verður aldrei reiður. > Reiði guðs« ekki til. Kristur gat því ekki friðþægt eins og kristnu prestarnir hafa kent. En hann benti á veginn. Hann sagði aldrei sjálfur að hann væri kominn til þess að friðþægja . . . Hvorki reiði né fyrirgefning finst í hinum miklu nátt- úrulögmálum guðs. En tækifæri til þess að hjálpa öðr- um má samt enginn láta ganga sér úr greipum, nema ver fari. Eilíft Helvíti er ekki til. En þegar eigingjarni, nautnasjúki maðurinn deyr, vex tilfinningaríki ástríðn- anna, sem hann þá ekki getur fullnægt og veldur það oft óumræðilegum kvölum. Hugsanalífið breytist ekki við dauðann. ... I vissum (Voga-) skilningi er ekkert ilt til og alt sem við köllum ilt í sjálfu sér gott, því að það og eflir framþróunina . . Þegar takmarki endurholdgunarinnar er náð, þá hættir hún. Þegar hið hærra manneðlið hef- ir sigrað dýrseðlið alt, þá er viskan fengin og alkær- leikurinn. Þá hefir sálin náð þeim eilífa friði og unaði, sem aldrei verður breyting á. Og þangað ná allir að lokum. En það er ekki nema hinn fullkomni guðmaður, sem sigrað hefir endurholdgunina og getur því sagt um sjálfan sig: »Það er fullkomnað*. Árið 1908 var Annie Besant kjörin forseti guðspeki- félagsins. En alla tíð síðan hún var rúmlega fertug hef- ur hún unnið ósleitilega að því, að útskýra þessar kenn- ingar. Hún ferðast árlega til fjölda guðspekifélaga í ýmsum löndum, hefir oft farið til Ameríku og er altaf að halda fyrirlestra, gefa út bækur og á allan hátt að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.