Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Síða 47
IÐUNN ]ÓI. 301
lampanum ? Mér sýnisi vera runninn dagur, segir ein
vinnukonan.
Blár og heiðtær vetrarhiminn blikar við gegnum
gluggana. Logið á lömpunum er gult og dauft og hætt
að lýsa. — Meira er en hálfbjart af degi í baðstofunni.
Vinnukonan slekkur á lömpunum. — Nú talaði mamma
ekki um olíu-eyðslu, það var af því, að nú voru jól.
— Nú er gengið inn göngin og upp í Ioftskarirnar.
— Góðan daginn og gleðileg jól! Húsbóndinn er með
mér. — Eru þið ekki ferðbúin? Komi þið blessuð og sæl!
Komumaður gengur fyrir hvern mann í baðstofunni
og kyssir alla.
Gesturinn var Kristófer, ráðsmaður gömlu hjónanna að
Broddanesi. Hann var aldraður maður, síglaður og góð-
ur og mér þótti barni mjög vænt um hann.
Mamma og pabbi ganga til dyra, að fagna gestum.
— Kirkjufólkið kemur inn göngin.
Pabbi fer fyrstur. Hann leiðir ]ón gamla, húsbóndann
að Ðroddanesi, við hönd sér. Jón hafði verið blindur um
langt skeið. Alla daga stóð hann við smíðar í skemmu
sinni. Hann gerði búshluti flesta, bæði fyrir sjálfa sig og
aðra, og þótti það með fádæmum.
— Hér er nú stiginn, heyri ég að pabbi segir.
Öldungurinn stígur upp á loftskörina.
— Sælt og blessað veri ■ fólkið og guð gefi öllum
gleðileg jól!
Allir í baðstofunni spruttu á fætur, að fagna gestin-
um. — Pabbi Ieiðir hann inn baðstofugólfið og fær hon-
um sæti á rekkju þeirra hjóna.
Eg virði öldunginn fyrir mér.
Hann er fremur smár vexti og grannur, en fríður
sýnum — drifhvítur á hár og skegg. Hann er í bláum
frakka. Hann handleikur skínandi fagrar neftóbaksdósir