Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Síða 48
302
Jól.
IÐUNN
úr silfri, hi5 mesta völundarsmíði — grafnar mjög. Upp
við rekkjustokkinn rís göngustafur hans — reirstafur
rauður og rekinn silfri mjög. Hlut prýðilegri hafði ég
aldrei séð. Hvorttveggja: dósir og stafur, voru gjafir frá
sveitungum hans. Broddaneshjón voru ákaflega ástsæl,
enda voru þau bjargvættir héraðsins. Gjafmildi og rausn
húsfreyju var við brugðið. Til gjafa lét hún steypa kerti
— fyrir jól — handa börnum þeirra, er lítið áttu ljós-
meti. Allar árstíðir var hún að gefa. I vöntun allri var
leitað á fund hennar. Til marks um orðstí hennar er
þetta: — Á hverjum bæ, yfir þrjá hreppa, er hennar var
minst, var hún aldrei nefnd annað en: »Húsmóðirin«.
Heiti það datt engri húsfreyju í hug að taka til sín —
það var séreign húsfreyjunnar að Broddanesi.
Þau Broddaneshjón voru foreldri Björns prófasts að
Miklabæ.
— Kirkjufólkið kemur upp í baðstofuna. Hátíðagleði
er yfir öllum.
Kaffi er drukkið og talað um að hraða sér. — Við
erum að verða á eftir öllum, segir eldra fólkið — og að
ná ekki messu á sjálfan jóladaginn væri hneysa. Frá
okkur fara allir til kirkju. Bænum er lokað. Venjulegast
á hátíðum var einhver heima og gætti bæjarins.
Á er logn og heiðviðri og frost mikið. Gangfæri er
ágætt en hált nokkuð. — Eyrar, flói og á — óslitin
svella-samfella.
011 erum við gangandi, nema húsbóndinn gamli að
Broddanesi. Hann er ríðandi og gengur ráðsmaður bónda
fyrir hesti hans.
Frá Stóra-Fjarðarhorni — bernskuheimili mínu — er
röskur hálftíma gangur að Felli. Alla þá leið svíf ég, en
geng ekki. Hjarta mitt er þrungið himneskri sælu. Eg