Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 53
IÐUNN ]ól. 307 Sæll var ég þessi jól! — Þetta var fyrsta kirkjuför mín, sem ég man eftir. — Dýrð sé Guði í upphæðum. — IV. ]afnan ber til hverrar sögu nokkuð og saga hver fer jafnan að málsefnum. Þrír tugir ára eru liðnir síðan ég fór þessa fyrstu kirkjuferð mína. Fell er ekki neitt prestssetur lengur og gifta þess virðist gengin að fullu. — Það er ekki heldur neinn kirkjustaður lengur. I aldaraðir hafði kirkja þar staðið. En svo komu nýir siðir með nýjum herrum og þá var kirkjan að Felli lögð niður. I sama mund var kirkjan að Tröllatungu af tekin. I stað þessara tveggja kirkna var reist kirkja ein að Kollafjarðarnesi — utantúns þó. »Sameining kirkna« eða »samsteypa kirkna* er þetta nefnt á máli þeirra, er fyrir þessu ráða. — En fækkun kirkna heitir það á þeirra máli, er hirða um merkingu orða tungunnar. Kirkjan að Felli var þó ekki rifin. Hún þótti of góð til þess. — En turninn var af henni sleginn. Að Felli kom ég fyrir þrem árum. — Leið mín lá hjá garði þar. Eg bað um leyfi að fá að sjá kirkjuna gömlu — og veittist það. — Kirkjan var mér kær frá árum fyrri. I skjóli hennar hvíldu nú gamlir menn og konur, er hæst bar í æsku minni. Afi minn átti Fell og bjó þar. — Að Felli var faðir minn fæddur og uppalinn. Hann hafði smíðað Fells-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.