Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Síða 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Síða 56
310 Stephan O. Stephansson. ÍÐUNN inn af landi sínu á unglingsárum, lifir við strit og stríð og hefir lítinn bókakost, verði einn af mestu virðingar- mönnum í bókmentaríki þjóðar sinnar. Er það, svo sem prófessor Nordal segir í lesbók sinni, höfuðsómi íslenzkri alþýðumenningu, hve vel hún gerði Stephan heiman. Mörgum þykir skáldskapur Stephans óaðgengilegur og myrkur. Satt er það, að fáir munu þess megnugir að fylgja Stephani, þá er hann legst dýpst, og játa ég fúslega, að ég er ekki fær um það. En höfuðósómi er það ís- lendingum, sem taldir hafa verið bókhneigðasta þjóð heimsins, að almenningur sneiði hjá að lesa ljóð Stephans, því að þar ætti að vera eitthvað handa öllum. Þar er fagurt og kyngimagnað mál, mannvit mikið, hugsana- snild og myndauðgi, djúp náttúrukend, karlmannleg lífs- skoðun, heit föðurlandsást, áköf frelsisþrá, einlægur bróðurhugur, styrk réttlætistilfinning og svo óbifanleg sannleiksást, að vart er nokkurt skáld, sem með meiri rétti geti borið nafnið skáld sannleikans en Stephan. Stephan ólst upp í skauti íslenzkrar fjallanáttúru, ráf- aði um grjót og gróðurlendi og leitaði sér þar ununar og æfintýra. Og vart hefir nokkurt íslenzkt skáld dregið litríkari og skýrari náttúrumyndir en hann. „Blána lít ég heiðiö hjá • hnjúkastrýtum bröttum, þeyrinn ýtir þeim frá brá þokuhvítum höttum. Gils úr fangi flosnar snjár, fjalla-vangar þána, skýjadrangar reisa í rár rauða, langa fána . . . . . . En að eins nokkrir dimmir drangar skýjastróka sem dregin segl í kul við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.