Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Síða 58
312
Stephan Q. Stephansson.
IÐUNN
hyrnur jökla móha.
Af fjallabrúnum læstir
logns við atkersstrengi
þeir liggja í nótt og bíða
ef morgunkælu fengi ..."
Eða lýsingin í »Vetrarmorgun í áfangastað«. Það er
sem hrollur fari um lesandann, er hann sér myndirnar,
sem skáldið bregður upp. Honum liggur við að fara
að hlúa að hálsinum og svipast um eftir húfunni.
„En sárkalt var Ioftið, er sólin kom upp,
svo seinfær, og kólguna óð.
Það logaði í kverkum, í limunum sveið
og læstist um brjóstið sem glóö.
I bungóttri fjalfellu’ af bláhvítri mjöll
var byrgt niðri völlur og gróf,
og hrímþakin trén vóru svipleg að sjá
sem sálir úr helfrosnum skóg;
en módökkur náttkólgu hringurinn hár
við heiðloftið svellgráa bar,
það var eins og himininn héngi við jörð
og hefði orðið samfrosta þar.
I skýlausa hvelfing var skuggaop blátt
svo skímulaust, gínandi, hljótt
sem loftshliðið opnaðist langt upp í geim
að Ijóslausri gjörauðn og nótt“.
Þó að Stephan dveldi í Ameríku lengst æfi sinnar og
lýsi oftlega amerískri náttúru, þá eru bernskuheimkynnin
honum ávalt hugstæðust og lífið þar.
„Við Ijósmál víðsýns hugar
líkar sjónir sveima
frá sumarnæturvöku
í firðinum mínum heima,
er byrþrota við „Krókinn"
hneptist hópur fleyja,
og hilti upp við sundið
á milli lands og eyja“.