Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 59
IÐUNN Stephan G. Stephansson. 313 Ása-Þór ber stjörnume/s!) á baki, og auðvaldið, sem Stephani var ávalt þyrnir í augum, sér hann oftast í kaupmannsmynd. Ameríka varð honum aldrei heimaland, gat aldrei orðið honum svo kært sem hrjóstuga eyjan i útsænum: „Til framandi landa ég bróðurhug ber, þar brestur á viðkvæmnin ein, en ættjarðarböndum mig grípur hver grund, sem grær kringum íslendings bein. Eg skil, hví vort heimaland hjartfólgnast er qII höppin og ólánið það, sem ættkvísl þín beið, rifjar upp fyrir þér hver árhvammur, fjallströnd og vað; og það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar hreystiraun einhver var drýgð; og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð“. Og átakanlega sár eru orð skáldsins, þegar honum finst sem veran erlendis sé búin að slíta ræturnar, sem staðið hafa djúpt í íslenzkri mold: „En ég á orðið einhvernveginn ekkert föðurland". Og þá er hann minnist á grafreitinn, sem hann hefir búið sér og sínum, þá getur hann þess, að þar eigi að hvíla íslenzk bejn. Alt, sem hann gerir, á að verða Islandi til frægðar — og vart hefir nokkurt skáld séð ísland í slíkri hillingafegurð sem hann, valið því orð með slíkri sonarlegri aðdáun og viðkvæmni: „Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjalls-hlíð öll þín framtíðarlönd! 1) Leturbreytingar allar gerðar af mér. G. G. H.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.