Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Síða 60
314
Stephan Q. Stephanason.
IÐUNN
Fjarst í eilíðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus vor-aldar veröld
þar sem víðsýniö skín“.
Hann fylgdist með í öllu, sem gerðist heima á ís-
landi, og hann fyltist heilagri beizkju og reiði, þegar
honum þótti í voða stefnt frelsi þjóðarinnar eða of lágt
hugsað og lítilmannlega af foringjum hennar. Svo kvað
hann 1908:
„Mangaranna húrrahróp
hlessa samningsokur.
Undirtyllast í þeim hóp
allra-búða lokur.
Mannleysið, sem íslenzkt er,
eins mun þangað feta:
Þeir, sem fyrir sjálfum sér
sér ei frúað geta“.
Hann óttaðist, að svo gæti farið, að auðæfi íslands
og framtíðar-möguleikar gæti orðið þjóðinni hættulegir,
ef eigi væri stefnt í rétta átt. í kvæðinu »Fossa-fölU
talar fossinn á þessa leið til þjóðarinnar:
„Eg kann að smíða harða þræla-hlekki
á heilan Iýð, ef mér er ti) þess beitt.
Eg orðið gæti löstur mesti í landi
og lækkun þjóðar — öðrum þannig fer —
sé gamla Þóris gulli tryltur andi,
sem gekk í fossinn, vakinn upp í mér“.
Og hann vissi, að til eru þeir erlendir menn, sem
auga hafa á að sölsa undir sig nóttlausu eylenduna hans
og koma þjóð hans undir græna forfu. í »Kolbeinslagi«
segir Kölski, sem er vel kunnur óskum og áætlunum
slíkra manna: