Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Qupperneq 62
316
Stephan Q. Stephansson.
IÐUNN
orkti hann kvæði, sem hann lagði Fjallkonunni í munn.
I því kvæði er þetta erindi:
„Minn frið til þeirra er féllu. Þú kyrð og kös þá geym!
Og Kainsmerki leyndu undir blóðstorkunni á þeim.
En að fá þá minni menn, sem heimtast aftur heim,
er hugarraun mér þyngst".
Ég veit ekki, hvort menn gera sér grein fyrir, hve
óendanlega styrka réttlætistilfinningu hefir þurft til að
þora að yrkja og birta annað eins og þetta, þá er ís-
lenzka þjóðarbrotið vestan hafs flakti í sárum og menn
og konur reyndu að draga úr sviðanum og samvizku-
kvölunum með því að telja sér trú um, að ástvinir
þeirra hefðu fallið undir merki hins sanna og rétta,
verið fórnað á altari réttlætis og frelsis.
Hina sönnu píslarvotta frelsis og framsóknar dáði
Stephan — alla þá, sem eiga söguna »stutta en göfuga«.
„í snöruna gekk ’ann með hnarreistan háls —
eitt handtak, og öllu var lokið —
og svona dó bandinginn, bundinn en frjáls,
en böðlar hans þyngdu sér okið“.
Hann vissi, hver áhrif píslarvættið hefir, vissi, að
„hið stráfelda lið er hiö sterkasta lið“,
og hann eggjaði æskuna lögeggjan, eggjaði hana til að
leggja á tæpasta vaðið og bíða ekki eftir því að sjá,
hvað sé 'fært að efna«. Og hálf-sjötugur horfði hann
með von í augum á rauða fánann, sem dreginn var á
stöng á rústum auðvalds og kúgunar í Rússlandi:
„Er hann heims úr böli boginn
blóðugur að rísa og hækka,
múginn vorn að mátka og stækka?
Sannleiksvottur lýtum loginn!
Ljós, sem fyrir hundrað árum
Frakkar slöktu í sínum sárum?