Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 66
IÐUNN
Vefarinn mikli frá Kasmír.
i.
Um bók þessa hefir meira verið ritað og deilt en um
flestar aðrar íslenzkar bækur, þær, er út hafa komið í
seinni tíð. Ber það til fyrst og fremst, að hún er auð-
ugri af nýstárlegum hugsunum, en megin þeirra ritverka,
er hér koma fram árlega og sem flest eru þeim kosti
einum gædd, að þau koma engri ringulreið á taugakerfi
lesandans. Ennfremur er saga Steins Elliða í Vefaran-
um mikla frá Hasmír þann veg skráð, að íslenzkum les-
endum kemur á óvart. En nokkuð lýsir það lyndiseink-
unn þjóðar vorrar, að svo virðist, sem mönnum hafi verið
hugstæðari þær átyllur, sem bókin gat gefið til hneyksl-
unar og aðfinninga, og því verið haldið meira á lofti en
hinu, hvílíkt afreksverk hún er á ýmsa lund um andríki
og stílsnild. — Raunar var þess getið í ritdómi, sem
birtist um bókina í einu höfuðstaðarblaðinu í sumar, að
víða fyndust í bókinni »glitrandi setningar«, en sú and-
ríka skýring á því fyrirbrigði var auðvitað látin fylgja,
að höfundurinn hefði dottið niður á að segja þær. Hitt
var ofrausn að halda, að höfundinum gæti verið sjálf-
rátt, þá er honum tókst bezt upp! Um þetta er það að
segja, að vel gæti ég unt íslenzkum bókmentum þess,
að höfundur ritdómsins dytti niður á að segja meira af
andríki eftirleiðis, en honum hefir orðið á hingað til. —
En víðar en í þessu höfuðstaðarblaði hefir kveðið við
líkan tón. Jafnvel tímarit eitt, sem vill láta taka lillit til
sín, gerðist svo óheppið, að birta um bók þessa, í rit-