Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 69
IÐUNN
Vefarinn mikli frá Kasmír.
323
En er sögu hans þar með lokið? Eða bíður Steins
Elliða einnig þar, að standa nakinn frammi fyrir blekk-
ingunni afhjúpaðri? Það segir sagan ekki. Maður veit
það eitt, að einum þætti í æfi hans er þar með lokið.
IV.
I mínum augum stendur Steinn Elliði sem skýrt
markaður persónuleikur á hverju stigi baráttu sinnar.
Hins vegar er saga hans ekki sögð þann veg, að þess
sé að vænta, að hver þáttur sálarlífs hans sé nákvæm-
lega rakinn frá einni breytingu til annarar. Höfundurinn
hefir valið sér þá frásagnaraðferð, að kynna söguhetju sína
fyrir lesendunum, þar sem hún er á vegamótum stödd
og öldurnar í sálarlífi hennar rísa brattastar. — En
höfundinum hefir tekist að gæða fleiri persónur sögu
sinnar skýrum svipeinkennum, þó mesta rækt hafi hann
lagt við Stein Elliða. Það nægir t. d. að benda á Diljá,
hina fögru kvennveru, mjúklynda í ást og ástríðufulla í
sorg sinni. Eða hinar sterku, þróttmiklu og formföstu
mannlýsingar í íslenzku frásögnunum í 7. bók sögunnar.
V.
Oss ætti að vera þeim mun meir fagnaðarefni, að
bók, slík sem Vefarinn mikli frá Kasmír er fram komin,
sem segja má, að íslenzk skáldsagnalist sé að vissu
leyti á slæmum vegi stödd. Og hættan er ekki fólgin í
því, að eigi komi árlega út ýmsar bækur, er bera skáld-
hneigð þjóðarinnar ótvírætt vitni, heldur hinu að á síð-
ari tímum hafa ýmsir forsjármenn íslenzkra bókmenta
verið að vinna að því með lýðdekri sínu, að færa bók-
mentasmekk þjóðarinnar niður á við. Mönnum er holt