Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 71
IÐUNN Biblia stjórnmálamanna. 325 og jafnvel utanlands. Á þessu flakki hafði hann kynst feðgunum alræmdu — Alexander páfa hinum sjötta og syni hans, Cesare Borgia. Um þær mundir — í lok 15. aldar — voru þeir feðgar sem óðast að víkka og treysta veldi sitt — kirkjuríkið. Og Cesare Borgia hafði auk þess stærri fyrirætlanir í huga. Hann hugðist að leggja undir sig alla Ítalíu. Italía var á þeim tímum skift í fjölmörg lítil fursta- dæmi og bæja-lýðveldi. Smáríki þessi lágu í sífeldum erjum innbyrðis og vopnin voru oft óvalin. Svik í trygð- um, morðkutar og eiturbyrlanir voru ekki óalgeng vopn og ekki eins óþokkuð og ætla mætti. Það var ekki laust við að heitrof og morð væri iðkað sem íþrótt af sum- um. En í þessari íþrótt inunu þeir feðgar hafa sett met„ Ef vér mættum dirfast að fella dóm yfir þessum höfð- ingjum og gera á þeim samanburð, verður þó að segja, að páfinn var þeirra verstur. Þessi guðsmaður sveifst einkis er því var að skifta. I breytni sinni þekti hann ekkert siðalögmál annað en hagsmuni sjálfs sín og ættar sinnar. Ættkær var hann — svo ættkær, að á milli hans og dóttur hans, Lucrezíu, var heitara en menn nú á tímum telja sæmilegt milli feðgana. Segir sagan, að þeir feðgar hafi verið keppinautar um hylli dótturinnar. Hafi svo verið, þá var slíkt ekki eins dæmi á Italíu á þeim tímum. Vfirleitt má segja, að ef vér viljum dæma þessa menn með sanngirni, megum vér ekki gleyma aldarhætt- inum, sem leyfði ýmsar siðvenjur, er oss myndu þykja einkennilegar nú á dögum. Alexander sjötti hafði mikið dálæti á hátíðlegum lof- orðum og samningum. En hann var maður laus við hleypidóma og það var honum fjarri skapi, að láta dygða- kreddur eins og orðheldni binda hendur sínar á nokk- urn hátt. Heitorð sín og samninga rauf hann undir eins

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.