Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 83
IÐUNN Biblía stjórnmálamanna. 337 vorum tímum séð þrekvirki unnin af valdhöfum, sem ekki lögðu sérlega áherzlu á orðheldni — en þvert á móti höfðu viðskiftavini sína að ginningarfíflum oft og einatt. Vér höfum séð þessa menn hrósa sigri yfir ráð- vendni og heiðarleik. Vita megum vér það, að tvær eru leiðirnar til frama í heimi þessum. Önnur er vegur laga og réttar, hin vegur hins siðlausa valds. Sú hin fyrri leiðin samir mönnunum, hin síðari dýrunum. En nú er heiminum þann veg háttað, að hin fyrri leiðin oft- sinnis reynist ófær, og því verður stundum að fara hina síðari. í vissum skilningi verður því valdhafinn að vera bæði maður og dýr. — — — — Það er engan veginn nauðsynlegt fyrir þjóð- höfðingjann að hafa alla kosti til brunns að bera, ef honum að eins tekst að láta líta svo út, sem hann hafi þá. Eg dirfist jafnvel að halda því fram að sá, sem á allar dygðir og stöðugt ástundar þær — hann getur hæglega unnið sjálfum sér tjón með þeirri ástundun. Aftur á móti er yfirskin dygðarinnar æfinlega vænlegt til frama. Fátt er sigurvænlegra en að sýnast mildur, trúfastur, mannúðlyndur, hreinskilinn, guðhræddur. Það getur einnig orðið þér notasælt — á meðan byrlega I blæs — að ástunda þessar dygðir af heilum hug. Þó því að eins, að þú eigir nægan sálarstyrk til að geta skift um ham undir eins og þörf gerist. — En er þá unt að blekkja vitra menn og glögga með þess konar atferli? Að vísu ekki, svarar Machiaveili. En af slíkum mönn- um finnum vér ekki marga. Og það er múgurinn, sem alt er undir komið. Múgurinn — það er allur heimurinn. Vitru mennirnir eru svo fáir, að þeir fá engu orkað, nema þá sjaldan 22

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.