Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 84
338
Biblía stjórnmálamanna.
IÐUNN
það ber við, að múgurinn verður klumsa og ráðalaus,
svo hann veit hvorki upp né niður. —
IV.
Að þessum djúpa ósi mannfyrirlitningar fellur lífsskoð-
un Machiavelli’s. Reynsla og íhugun langrar æfi hafði
leitt hann að þessari niðurstöðu.
Að sjálfsögðu vekur mannfyrirlitning hans sterka and-
úð hjá mörgum. Hjá sumum er það ólík skapgerð, sem
veldur — hjá öðrum lánsælli lífskjör — hjá enn öðrum
skortur á reynslu og hjá aftur öðrum — hver veit? —
dýpri skilningur á mannlífinu, bygður á traustara grunni
en þeim, er Machiavelli auðnaðist að finna. En hvort
sem nú orsökin er þessi eða hin, mun þessum mönnum
öllum koma saman um að kalla kenningar hans and-
hverfar, kaldrænar og mannspillandi.
Vel má þó láta hann njóta sannmælis í því, að hann
kunni að segja það, sem honum bjó í brjósti. Um festu
í hugsun og skarpleik í athugunum getum vér heldur
ekki neitað honum. Þá hafði hann og í vissum skilningi
sterka óbeit á að krjúpa að goðastöllum hindurvitna og
tízkublekkinga.
Eru nú þessir eiginleikar svo andhverfir og maðurinn
eingöngu fráfælandi? Getum vér ekki með fullum rétti
sagt, að hann hafi verið óvenjulega óragur og hleypi-
dómalaus hugsuður?
Þeir hinir mörgu, sem andúð hafa á skoðunum hans,
munu benda á hina ósviknu Jesúíta-siðfræði, sem óneit-
anlega kemur fram í ráðum hans og kenningum. Þó
verða þeir að gæta þess, að hann kendi ekki mann-
vonzku mannvonzkunnar vegna. Hann hélt því fram, að
frá sjónarhóli foringjans hlyti markmiðið að réttlæta með-