Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 86

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 86
340 Rúm og tími. IÐUNN land og Noreg, en aðalstöðvar höfðu þeir í Qellevara fyrir norðan heimskautsbaug í Norður-Svíþjóð. Myrkvi þessi dró að sér óvenju mikla athygli, eigi þó vegna þess, að hann tæki öðrum myrkvum fram, heldur vegna þess, hve mikið var um hann ritað og rætt. Stjörnustöð ein í Englandi sendi út 22000 skeyti, sem lutu að myrkvanum. Mælt er og að 250,000 manna hafi ferðast skemri eða lengri leið, til þess að geta séð myrkva þenna, og komu sumir úr fjarlægum löndum. Daginn áður en myrkvinn skall á, voru allar lestir hlaðnar fólki, sem streymdi inn í sveitir þær, er skugg- inn fór um, og óslitnar raðir vagna, bifreiða og alls- konar farartækja fyltu alla þjóðvegu, sem þangað lágu. Sólmyrkvi kemur ávalt af því, að tunglið gengur fyrir sólina og getur myrkvinn orðið með þrennu móti: Al- myrkvi verður ef tunglið hvlur sólhvelið alt, hringmyrkvi ef tunglið skyggir á miðbik þess, svo að ljós rönd verð- ur utan við, en deildarmyrkvi ef tunglið skyggir að- eins á sneið af hveli sólar. Myrkvi þessi varð almyrkvi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.