Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 88
342
Rúm og tími.
«
IÐUNN
áttar og skugginn, og fylgir því yfirborð jarðar skugg-
anum allmikið eftir. En möndulhreyfing á yfirborði jarð-
ar er því minni sem nær dregur heimskautum, og standa
því myrkvar ætíð stutt yfir í nánd við þau. Nú féll
myrkvi þessi mjög norðarlega á jörðina, enda stóð hann
lengst yfir í 50 sek. en skemst í 30 sek.
Tunglið endurtekur með litlum breytingum göngu sína
á tímabili, sem er 18 ár, 10 dagar og 7 stundir. Tungl-
öld þessi nefnist Saros, og gátu Kaldeumenn í fornöld
reiknað myrkva eftir henni. Eigi ber þó skuggann upp á
sama stað að þessum tíma liðnum, heldur færist byrjun
myrkvans vestur á bóginn nál. 8 st., og þokast hann
jafnframt áleiðis til miðbaugs jarðar. Almyrkvi, sem varð
í New-Vork 24. jan. 1925, kemur þannig 4. febr. 1943
í Síberíu, lapan og Alaska og 19. febr. 1961 í Frakk-
landi, Ítalíu og Ðalkanlöndum, og kemur hann ekki
aftur á sömu stöðvar í Bandaríkjum fyr en árið 3075.
Stjarnfræðingar nú á tímum reikna út sólmyrkva
með svo mikilli nákvæmni, að eigi skeikaði í þetta sinn
nema tæpum 3 sekúndum. Geta menn því með óyggj-
andi nákvæmni dagsett ýmsa sögulega atburði, er fallið
hafa saman við sólmyrkva og orðið mönnum minnis-
stæðir.
Sólmyrkvinn og rannsóknirnar. Almyrkvi á
sólu, í heiðskíru veðri, er ægileg sýn. Myrkur færist
yfir alt á skammri stund, en ólíkt því er dimmir af nótt,
því að gos sólar varpa frá sér rauðleitri, flöktandi birtu
og dauf skíma berst utan frá sjóndeildarhringnum inn í
dimmuna. Himininn verður alstirndur, en eldar sólar
koma fram og sjást með berum augum. Fjögur gos,
með skarlatsrauðum blæ, sáust nú glögt og var hið
mesta áætlað um 80,000 km. á hæð. En utan yfir elda-