Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 92
346
Ritsjá.
iðunn
Sömu dráttum dregin
dala þinna börn,
týgjuð bjargsins bratta
bæði í sókn og vörn,
— í kvæðinu Heilhugi mun
lífsskoðun skáldsins:
Beiddu ei lífsins vísu vætti
veröld leysa úr böndum nauða;
betri er styrr með harkahætti
hræsnisfriðnum göfgi-snauða.
Beiddu um skýra skapadrætti,
skarpan mun á lífi og dauða.
sjást hér enn — í svipnum
síst er undanhald,
en um brún og enni
ögrar hamravald.
við komast næst kjarnanum >
Höfum manndóm meir í frammi
en máttlaust kákl og þrælajagið,
hreinsum geðið hálfleiksvammi,
heilt skal greiða fjendum lagið. —
Stórt að Ienda í ljónsins hrammi,
lágt að þola músanagið.
Ríkt að heilum hvötum kveði,
hvað skal deiling smárra parta?
Veit oss, herra, glaðrar gleði
geislaflóð i lyndi og hjarta,
styrk til góðs með stóru geði
og sterka ást og röðulbjarta.
Það er engan veginn nauðsynlegt, að gerast játandi þessarar
lífsskoðunar í öllum atriðum til þess, að geta metið þessa fram-
setning hennar. Hún er einföld og óbrotin, þessi lífsskoðun
kannske helzt til um of. En heilrend er hún og karlmannleg. Það
er lífsskoðun víkinganna fornu. jjakob Thorarensen sver sig í
við þá með mörgum hætti.
Það er full ástæða til að gleðjast yfir því, að bók eins og
„Stillur" kemur á markaðinn. Dáendur skáldsins víðs vegar um
land munu ekki Iáta hana fara fram hjá sér. Og þeim er aiveg
óhætt að kaupa hana og lesa. Hún mun varla bregðast vonum
þeirra. A. H.