Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 4
198
Heilög nótl.
IÐUNN
Að verða aftur barn, með barnsins trú
á birtu’ og yl> er harmaléttir nú,
að sjá í gegnum vetrar þraut og völd
til vorsins landa gullna himinbrú, —
fá innsyn barns í Drottins hjartadjúp,
sjá dögun rísa yfir fjærsta gnúp
með fyrirheit um alt, sem lífið á,
ef að eins sálin reynist trygg og gljúp.
Sjá, við mér brosir hvammur, leiti’ og lautf
hið Ijúfa, hlýja jarðar móðurskaut.
Hér andar til mín auðmýkt, friði’ og sátt
við alt, og rór ég horfi’ á lífsins braut.
Ég finn, að þó að margt sé meitt og skert
og margt ég hafi ilt og fánýtt gert
og hjarta mitt sé harðri þakið skel,
ég hefi geymt það, sem er mest um vert.
Því ég get aftur orðið lítið barn,
þótt á mér sjáist vegar yyk og skarn
og það, er saman festir fyr og nú,
sé ferill blóðs um lífsins eyðihjarn.
Ég finn, að bak við heimsins trega’ og tál
er traust og fegurð, — ástrík, guðleg sál, —
er sól, sem vermir bæði eitt og alt
við ástar sinnar skæra fórnarbál.
f lýsu nætur ljómar sérhvert blóm,
sem logi kerti’ í jarðar helgidóm,
og fuglasöngur ómar yfir fold
með undur-Ijúfum, skærum fiðluhljóm.
En bráðum þagnar söngsins sæta rödd
og sofnar rótt, af lágnættinu kvödd,