Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 68
262
íslenzk bókagerð.
IÐUNM
slíka setningu á sama hátt og henni er hampað — hefir
honum, að þuí er virðist, tekist að myrða þetta unga
skáld. Það er eins og augljósustu vitleysurnar gangi ofl'
greiðast í fólkið. A bls. 52 í bókinni eru þessi vísuorð:
Og fagur var þinn bragur;
er féll þinn „tröllaslagur",
mér fanst ég finna til. —
Hvað er það, sem ekki er hægt að snúa út úr með
góðum vilja? Þá var annað hjá Matthíasi, segir J. S.
»Líkt og út úr ofni æpi stiknað hjarta*. Skyldi ekki
hjartað æpa hátt, jafnvel ósteikt, hvað þá heldur »stiknað«r
Ég vildi sízt af öllu kasta rýrð á þetta kvæði Matthíasar,
að eins sýna hve orðatiltæki, sérstaklega í Ijóðum, eru
oft hæpin.
Þegar hinn næsti Jón Sigurðsson á Vzta-Felli fer að
skrifa um alþýðuna og bækurnar á sinni samtíð, er lík-
legast að byrjendurnir fái ekki betri dóm en hjá J. S.
nú. »Þá var eilthvað annað í tíð afa míns«, mun hann
segja; »þá voru uppi veruleg ljóðskáld, svo sem Sig-
urður Grímsson — — —«.
II.
Ríkisforlag.
Það var Kristján Albertson, ritrýnirinn, er ég gat
um hér að framan að tekist hefði að ganga af Sigurði
Grímssyni dauðum sem skáldi. Nú færist hann meira í
fang, nú ætlar hann sér að skera okkur bóksalana niður
við trog. Jón Sigurðsson mun fást til að halda fótunum.
Fremur en lamb það, er til slátrunar er leitt, hefir eng-
inn þeirra upp lokið sínum munni — fyr en nú, að ég
leyfi mér að gera það lítilsháttar.
Það er sjálfsagt að viðurkenna það, sem vel er gert;