Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 23
ÍÐUNN
Alþingishátíðin 1930.
217
öll fegurstu og beztu einkenni íslenzks þjóðaredlis fái
að koma þar í Ijós og frjáls og óhindruð að njóta sín.
VI.
ÞaÖ mun löngum hafa verið einhver fegursti draumur
ýmsra ágæta íslendinga, að einhverntíma — og sem
fyrst — kæmi sá dagur, að Alþingi yrði aftur flutt
heim — heim til Þingvalla. Og margir munu hafa talið
víst, að nú yrði hið hátíðlega tækifæri notað, Alþingis-
afmælið sjálft, og látið verða úr framkvæmdum í tilefni
af því.
Vmsum hló því hugur í brjósti, þegar borin var fram
tillaga um það á næstsíðasta þingi að leita þjóðarálits
um þingflutninginn. En Adam var ekki lengi í Paradís.
Tillagan var feld og með henni sjálfsagðasta atriðið í
hinum væntanlegu hátíðahöldum.
Einkennilega hljótt og hitalaust hefir verið um þetta
merkilega mál. Kennir þess glögglega, að andi Fjölnis-
manna þrífst illa í andrúmslofti hagsmunahyggjunnar.
Að vísu hafa einstakar raddir heyrst í rétta átt, en
þær hafa jafnóðum dáið út á auðnum þagnar og af-
skiftaleysis.
Fjögur ár eru nú liðin síðan Sveinn Sigurðsson ritaði
ágætlega um þetta mál í >Eimreiðina« (1. h. 1924) í
ritgerð, sem heitir »Að lögbergi.* Tilfærir hann þar
glögglega allar þær veigamiklu ástæður, sem mæla með
þingflutningi, og virðist óþarft að tilfæra þær aftur hér.
En hann segir þar meðal annars: »Ef Alþingi yrði
háð á Þingvöllum sumarið 1930 og svo þar áfram úr
því, þá yrði þúsund ára afmælið haldið hátíðlegt í verk-
inu á hinn fegursta hátt.«
Síðastliðið haust ritaði svo Hákon Finnsson frá Dorg-