Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 39
IÐUNN Hneyksliö. 233 >En sýnd veiði, en ekki gefin, stúlkan sú, eftir því sem sagt er«. »Það er ekki öðru að kenna en framtaksleysi og klaufaskap ungra manna, að hún Gunnfríður leikur þetta lausbeizluð ár eftir ár. — Hún er annars hálfþrítug, svo ekki er úrhættis. — En slíkir kvenkostir mega heldur ekki mygla. Það væri bæði synd og skömm, ef hún Fríða feldi eina fjöður æskublómans áður en hún fer að vaxta sig. Eg hefi margsagt konunni minni það, að væri ég hálfri öld yngri en ég er, þá skyldi ekki Gunnfríður skvettast svona ógefin einum degi lengur. Trúi því laust, að ég hefði ekki klófest hana, meðan ég var og hét«. »Þú hefir nú líklega heyrt, hvernig þeim hefir gengið það, piltunum«, sagði Helga. »]ú, jú, en ég marka lítið þær aðferðir, sem ungir menn beita í ástamálum, velflestir, nú á tímum. Maldi stúlkan eitthvað í móinn rétt fyrst í stað, lúffa þeir og stökkva burtu eins og þegar púðri er skotið á hund. — Fyrirgefið! — Eg veit að mér hefði ekki verið hentug slík hvimpni í kvennamálum«. »Lítur ungfrúin stórt á sig?« sagði Hjörtur. »Alt í hófi. — Að sjálfsögðu er hún ekki föl lægst- bjóðanda. Hún hefir hryggbrotið þá einhverja, það er alt og sumt, seinast prestinn, segja þeir. Það getur verið skreytni. — En hann er á förum héðan úr plássi, víst er um það. — Nei, hún Fríða, hún er ljómandi gull; flest er vel um hana, hún er ekki einungis glæsilegasta stúlkan hér um slóðir, hún er fjörugust, djörfust, mesta hannyrðadrós sýslunnar, söngvin eins og englarnir og synd eins og selur. — Látum hana sjálfráða með öllu. Þegar hennar tími er kominn, þá hremmir hún. Hún er ein af þeim, sjáið þér, hún hremmir. Og þeim, sem hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.