Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 69
IÐUNN
íslenzk bókagerð.
263
greinin í »V/öku« er með afbrigðum vel skrifuð. Höf.
veður þar fram í eldmóði áhugamannsins — og á
hundavaði ókunnugleikans með köflum. Grein þessi er
þó frekar sem stórskotahríð á undan áhlaupi; sjálft
áhlaupið gerir hann í Lesbók Morgunblaðsins frá 5.
febr. þ. á.
Ég veit að höfundinum gengur gott eitt til með þessari
hugmynd sinni, og er hún að vissu leyti verð þess, að
hún sé athuguð. Náttúrlega eiga bóksalarnir þar ekki
mikinn tilverurétt — þegar ritjötnar slíkir sem ]. S. og
K. A. fara á stúfana, þá er svo sem ekki sé annað að
gera fyrir okkur en að fórna upp höndum og biðja
afsökunar á, að við höfum nokkurntíma verið til. Ég
læt það gott heita fyrst um sinn, en ætla að athuga til-
löguna frá sjónarmiði flytjandans.
Hann vill Iáta ríkið leggja fram 100 þús. krónur á
ári til þess að gefa út bækur, og selja þær við svo
vægu verði, að allir geti eignast þær. Hann gerir ráð
fyrir 18 bókum á ári, að jafnaði 15 arkir hverja, og sé
verðið 2 krónur eða 36 krónur á ári. Hann ætlast til
að fá 4 þús. áskrifendur, ætlast auk þess til að bækurnar
verði seldar í lausasölu, svo að upplagið verður varla
minna en 5 þús. eintök, þ. e. 1 eint. af hverri bók á
20. hvert mannsbarn á landinu. Vfirleitt virðist hann
hafa skáldskapinn og honum skyldar greinar í huga,
svo sem æfiminningar og æfisögur, viðræður um list,
um sál konunnar (ekki »Alm. sálarfræði«?) o. s. frv.
Gerum ráð fyrir að þetta tækist. Hvað mundi það verða
margir af þessum 4 þúsundum áskrifenda, sem læsu allar
bækurnar, 18 talsins? Hve vel sem tækist valið á for-
stjóranum, gæti hann aldrei valið 18 bækur, sem félli
jafn vel í geð 4 þúsundum kaupenda. Hvað mundi svo