Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 43
IÐUNN
Hneykslið.
237
hreyfings. Menn fóru aö tína burtu úr stærstu stofunni
borð og stóla og sóttist það verk greiðlega. ‘Þó átti
sjálfur dansinn töluverðan aðdraganda. Menn hnöppuðust
saman þrír og fjórir í hóp á víð og dreif um stofurnar;
skiluðu kveðjum, spurðust almennra tíðinda og röbbuðu
saman um veðurhorfur og vinnubrögð.
Þorsteinn gamli Sigvaldason kaupmaður var að masa
við mæðgurnar á Höfða í einu horni stofunnar. — »Sú
hefir löngum verið venjan, Gunnfríður, að ég hefi hafið
dansinn með þér. En ég gerist gamlaður og hlýt nú
víst, senn hvað líður, að láta af embættinu; hver sem á
að verða eftirmaður minn. Sennilega nógir um boðið. —
En, vel á minst: ég hefi gleymt, til þessa, að sýna þér
nýja búðarmanninn minn, sem fólkið svo kallar. Ur því
skal nú bætt. Hann stendur þarna ekki allíjærri, sé ég
er«. Og Þorsteinn tók Gunnfríði við hönd sér og leiddt
hana þangað, sem Hjörtur var.
»Eg vil leyfa mér að kynna ykkur«, sagði hann: »Ung-
frú Gunnfríður Hjaltadóttir, Hjörtur Torfason«.
Þau hneigðu sig bæði, tókust í hendur og horfðust í
augu, — andartak, ef til vill fáein augnablik. Og hvað
fór augum þeirra á milli þessa örfleygu stund? Voru
það skyndileiftur, sem lýstu langt fram á veginn og fyltu
hugina slíkum fögnuði, að aðstæðurnar gleymdust, hurfu,.
og ekki varð ráðið við neitt?
Svo var sem bylgja sterkra skapa hefði snögglega
flætt yfir þau bæði, þennan mann og þessa konu, sem
aldrei höfðu þó áður sést.
Þau héldust í hendur, og — ef til vill heldur lengur
en venja er til, þegar líkt stendur á, en það var þó
engan veginn áberandi. En þegar þau leystu handa-
bandið, þá gerðust þau tíðindi, sem lengi verða í minn-
um höfð í Eyrarfirði. — Gunnfríður var föl yfirlitum„