Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 44
238 Hneykslið. IÐUNN og svo var að sjá sem hún væri eitthvað óstyrk. Hún hallaði sér þá að Hirti, en hann lagði handlegginn yfir um mitti hennar, eins og hann vildi styðja hana. En í þessu bili hvarf henni allur fölvi; í hans stað breiddist fagur roði um vanga hennar og augun leiftruðu, og í sömu andrá vafði hún handleggjunum um háls honum, en hann þrýsti henni að sér. Hún var há kona og ítur- vaxin; hann var og hár maður. Hæðarmunur þeirra var ekki meiri en það, að hún þurfti ekki að tylla sér á tá, né hann að beygja sig, sem neinu næmi, meðan þau kystust þarna fyrsta kossinn, langan og brennandi koss. Þorsteinn kaupmaður Sigvaldason grunaði gleraugun sín um græzku; hann svifti þeim af nefinu og núði burt móðuna. En það breytti engu: Þau stóðu þarna bæði, og einmitt þann veg, sem honum hafði áður sýnst. — Og fólkið stóð þarna líka á víð og dreif um stofugólfið og — glápti. Hvílíkt hneyksli! Hvílík ódæma skelfing! Þorsteini gamla var vel ljóst, að í óefni var komið. En hann vildi þó reyna að bjarga því, sem bjargað yrði. »Svona, svona, — heldur inni í skrifstofunni«, hvíslaði hann. Þau Ieystu þegar faðmlögin. — Það var rétt athugað hjá Þorsteini, að skemst var til skrifstofudyranna, og þangað inn hurfu þau öll þrjú. Sýslumannsfrúin hafði staðið fjær en flestir aðrir, meðan þetta vildi til, en hún hafði þó séð alt til fullnustu. Þegar þau hurfu henni og dyrnar lokuðust eftir þeim, gekk hún út að einum glugganum og horfði út á sjóinn, — drjúga stund. Hún skifti mjög litum og svo var að sjá sem hún berðist við geðshræringu, rétt í svip. En skyndilega sneri hún sér við og gekk eftir endilangri stofunni, án þess að líta þar til hægri eða vinstri. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.